NÝTT Á SKRÁ. Íris Hall lögg. fasteignasali sími 695-4500 og Fasteignasalan BÆR kynna í einkasölu:Falleg og vel skipulögð og vel við haldið tveggja herbergja íbúð á jarðhæð á vinsælum stað í Hafnarfirði. Eignin saman stendur af stofu, eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottarhúsi ásamt rúmgóðum sólpalli í garði. Alls er eignin skráð vera 68,10 fm. að stærð skv. Þjóðskrá Íslands.
Eignin er í útleigu en losnar í mars 2023.Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með skápum. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými. Útgengt á suðurpall með skjólgirðingu.
Á efri hæð er svefnherbergi með stórum fataskápum. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting ásamt skápum og sturtu.
þvottahús er í íbúðinni ásamt geymslu. Hjólageymsla sameigninleg. Eignin er með nýjlegu parketi og er öll nýlega máluð.
Eignin er í vinsælu barnvænu hverfi í lokaði götu í Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Stutt í alla þjónustu.
Allar nánari upplýsingar gefur Íris Hall lögg. fasteignasali í síma 695-4500 eða á netfangið irishall@fasteignasalan.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.