Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali og Domusnova hafa fengið í einkasölu Skólastíg 15 í Bolungarvík.
Mikið endurnýjuð og vönduð eign á góðum stað í hjarta bæjarins með útsýni um fjallanna hring.
Húsið er steypt parhús á tveimur hæðum með sérinngangi og samtals 172,6 fm, þar af 28 fm bílskúr. Fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Neðri hæð er einnig með sérinngangi og því hæglega hægt að útbúa aukaíbúð sem býður upp á leigutekjur.
Efri hæð:
Eldhús hefur allt verið tekið í gegn með flísum á gólfum og á milli efri og neðri skápa. Hurðargat stækkað og ný eldhúsinnrétting.
Stofan hefur verið opnuð í eitt stórt alrými þar sem nú er sjónvarpshol, borðstofurými og betri stofa. Hurðargat hefur einnig verið stækkað sem opnar rýmið í átt að gang og eldhúsi.
Baðherbergi hefur verið tekið alveg í gegn, flísalagt í hólf gólf með opinni sturtu, upphengdu salerni og lítilli innréttingu.
Svefnherbergi er parketlagt og með nýjum skápum.
Anddyri er tvískipt þar sem reist hefur verið viðbygging efst á stigapalli. Þar er nú flísalagt gólf og upp á miðja veggi. Þaðan er gengið inn í dúklagt og panelklætt fatahengi.
Neðri hæð:
Gengið er niður stiga inn af gangi niður í þvottahús.
Þvottahús er rúmgott og flísalagt með upphækkuðum stalli fyrir þvottavél í vinnuaðstöðu.
Inn af þvottahúsi er gangur með svefnherbergisálmu.
Þrjú svefnherbergi eru á neðri hæð. Öll rúmgóð og parketlögð og eitt þeirra var stækkað úr minna herbergi og geymslu og er viðarklætt á vegg með nýjum gluggum.
Baðherbergi 2 er lítil gestasnyrting með sturtuaðstöðu, salerni og litlum vaski.
Neðri hæð er einnig með
sér innang sem býður upp á leigumöguleika.
Bílskúr:Nýtt þak er á bílskúr og ný bílskúrshurð með sjálfvirkum opnara. Hann hefur verið klæddur á tveimur hliðum.
Lóð:Aðkoman hefur öll verið endurgerð. Stór afgirt timburklædd verönd við inngang, steypt skýli fyrir sorptunnur með timbur hlerum og hellulagður göngustígur frá innkeyrslu að tröppum meðfram framhlið og bakhlið hússins.
Raflagnir hafa verið endurnýjaðar.
Varmaskiptir settur á.
Gluggar endurnýjaðir að hluta og skipt hefur verið um gler.
Nýjar neysluvatnslagnir.
Nýir ofnar.
Nýjar hurðar á efri hæð.
Nánari upplýsingar og skoðunartíma veita:Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali / s.861 8827 / aevar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.