Hringbraut 91, 101 Reykjavík er nýuppgerð 4ra herbergja kjallara íbúð í steinsteyptu þríbýlishúsi frá árinu 1941. Um er að ræða 82,5 fermetra íbúð sem skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og baðherbergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og tvær sér gleymslur sem fylgja íbúðinni. Íbúðin var tekin í gegn fyrr á þessu ári. Meðal annars var skipt um innréttingar og tæki, bæði í eldhúsi og baðherbergi, settur var gólfhiti og ný gólfefni, innveggir endurnýjaðir ásamt því að dren var hreinsað.
Nánari lýsing
Anddyri: Komið er inn í rúmgóða forstofu/gang þar sem gengið er inn í aðrar vistverur. Flot á gólfi.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð með floti á gólfi.
Eldhús: Nýlega uppgert eldhús með hvítri innréttingu og ágætu skápaplássi. Flot á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott með floti á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott með floti á gólfi.
Svefnherbergi III: Flot á gólfi.
Baðherbergi: Með upphengdu salerni, steyptum sturtuklefa og handklæðaofni. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Í kjallara er sameiginlegt þvottahús.
Geymsla: Tvær litlar geymslur fylgja íbúðinni.
Lóðin: 515,5 fermetra leigulóð.
Íbúðin er vel staðsett á eftirsóttum stað miðsvæðis í Reykjavík þar sem sutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu og verslanir.
- - -
Allar nánari upplýsingar veita Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali á netfagnið asgeir@procura.is og Oddný María hjá Procura fasteignasölu á netfang oddny@procura.is eða í síma 497 7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
- - -
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.500 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér
fasteignaþjónustu Procura og
nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.