Mikið endurnýjuð, fimm herbergja, efri sérhæð með sérinngangi og bílskúr í litlu þríbýli við Hrísateig 19, Laugarneshverfi.
* Stór, fallegur og vel gróinn garður
* Eignin hefur áður verið í skammtímaleigu með miklum tekjumöguleikum. Möguleiki á að selja með húsgögnum.
* 2009 voru skólplagnir og neysluvatnslagnir endurnýjað að mestu
* 2011 var þvottahúsinnrétting endurnýjuð
* 2012 var þakjárn, þakrennur og kantur endurnýjað sem og settur velux þakgluggi* 2014 voru gluggar endurnýjaðir og búið að gera múrviðgerðir við þá
* 2016 var endurnýjað eldhús og innihurðar að mestu.
* 2023 voru svalir yfirfarnar og þakdúkur þar endurnýjaður.Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð samkv. FÍ er 142,00 m2
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, 4 svefnherbergi, baðherbergi, geymslu, þakrými, þvottahús og bílskúr.Anddyri er flísalagt með innbyggðum fataskáp.
Eldhús er með L laga innréttingu með tengi fyrir uppþvottavél, bakarofn, helluborð og viftu.
Stofa er með parket á gólfi og gluggum i tvær áttir.
Borðstofa er með parket á gólfi, gluggum í tvær áttir og útgengt út á svalir. Hægt væri að gera breytingar, opna á milli eldhús, stofu og borðstofu og tengja rýmin þá saman.
Borðstofa er í dag nýtt sem
svefnherbergi 1.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu wc, baðkari með sturtu og innréttingu með handlaug.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 4 er með parket á gólfi.
Þvottahús er rúmgott með góðri innréttingu með skolvask, skápum, tengjum fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymslurými er þar innaf.
Köld
geymsla er einnig undir stiga.
Geymslurými er í
þakrými yfir íbúðinni en það er einnig gluggi á þakinu.
Bílskúr er rúmgóður og bíður upp á mikla möguleika fyrir nýtingu. Búið er að færa þar inn skólp, rafmagns og pípulagnir. Hann er skráður 32,00 m2 samkv. FÍ. Er bæði með bílskúrshurð og manngengur. Fordæmi eru fyrir því að breyta slíkum bílskúr í íbúð.
Fallegur garður á snoturri hornlóð við Hrísateig og Sundlaugaveg. Á jarðhæð hússin sundlaugavegs-megin eru atvinnuhúsnæði, annars vegar skrifstofa og hins vegar Skóari.
Virkilega vel skipulögð eign með bílskúr á afar vinsælli staðsetningu, miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leik og framhaldsskóla og út á stofnbrautir.
Húsgögn á sumum myndum hafa verið tölvuteiknaðar til að kynna möguleika á nýtingu eignar. Herbergin og stofur eru í dag í herbergjaleigu og nýtt sem svefnherbergi.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.