Fasteignaleitin
Skráð 18. apríl 2024
Deila eign
Deila

Borgahella 2

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
69.6 m2
Verð
35.000.000 kr.
Fermetraverð
502.874 kr./m2
Fasteignamat
23.650.000 kr.
Brunabótamat
22.300.000 kr.
Mynd af Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2022
Sérinng.
Fasteignanúmer
2516509
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Stál
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
6
Lóð
5,57
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hraunhamar fasteignasala og Ársæll löggiltur fasteignasali s:896-6076 kynna í einkasölu ca 105 fm innkeyrslubil með millilofti. Samkvæmt birtum fm  er gólflötur 69,6 fm og milliloft ca 36 fm samtals ca 105,6 fm.  í nýlegu og mjög vönduðu stálgrindarhúsi að Borgahellu 2 í Hafnarfirði. Heildarlofthæð í rýminu er um 6 m. Innkeyrsluhurð er um 3,5 m á breidd og og 3,7 m á hæð og með rafmagnsopnun. Gönguhurð er við hlið innkeyrsluhurðar. Gólf málað með epoxy málningu. 

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
 
Um er að ræða bil merkt 01-0106 (F) skv. teikningum og eignaskiptasamningi. 

Húsfélag er til staðar með húsreglum,  krafa er um góða umgengni og meðferð á sameign.
 
Nánari lýsing:

Húsið er mjög vandað stálgrindarhús sem kemur frá Hallgruppen í Noregi sem er einn af stærstu framleiðandum af slíkum húsum á Norðurlöndum.
Sérmerkt gámastæði merkt 0125 fylgir hverri einingu sem rúmar 20 feta gám. 
Burðarvirki hússins er stál og er húsið klætt með Pir fylltum samlokueiningum.
Þak er með stálsperrum og þakklæðning Pir fylltar samlokueiningum. 
Undirstöður og botnplata eru staðsteypt og eru gólf með gólfhita í geymslurýmum. 
Stórar og rúmgóðar innkeyrsludyr (3,5m breidd x 3,7m hæð) með rafmagnsmótor frá Héðinn ehf.
Gluggar og inngangshurðar eru úr áli.
Milliveggir eru stálvirki, aflokað með samlokueiningum fyllltar með steinullareininagrun.
Vaskur er í geymslubilum ásamt skolplögn þ.a hægt er að setja upp salerni. Í dag er salerni í sameiginlegu rými.
Innandyra verður LED lýsing og þriggja fasa rafmagn auk útiljósa.

Lóð er malbikuð að bilum búið að mála  og sérafnotaflöt fyrir fyrir framan bilið.  Seljandi getur látið vandaðar stálhillur fylgja með.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið arsaell@hraunhamar.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023. 
Hraunhamar, í fararbroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is 


Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/02/202423.650.000 kr.34.000.000 kr.69.6 m2488.505 kr.
04/02/20221.195.000 kr.48.000.000 kr.139.2 m2344.827 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache