Fasteignaleitin
Skráð 16. okt. 2023
Deila eign
Deila

Dvergabakki 0

Jörð/LóðSuðurland/Hella-851
169.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
530.071 kr./m2
Fasteignamat
1.770.000 kr.
Brunabótamat
47.650.000 kr.
Mynd af Snorri Sigurfinnsson
Snorri Sigurfinnsson
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2198081
Húsgerð
Jörð/Lóð
Vatnslagnir
upphaflegar
Raflagnir
upphaflegar
Frárennslislagnir
upphaflegar
Gluggar / Gler
tvöfalt gler
Þak
Nýlega málað
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Ekki hefur verið farið með girðinum 2023 og kaupandi þarf því að kynna sér ástand þeirra.
Gallar
Skv fasteignaskrá er jörðin 43 ha en skv hnitsettu lóðarblaði er hún 44,42 ha.
Fyrir 20-25 árum kom upp leki með útvegg/glugga í húsi og þá var klæðning endurnýjuð á suður og austurhlið, skemmd í parketi síðan þá.
Í suðvestan hvassviðri getur smitað inn með svalahurð.
Steypt gólf í geymsluskúr skekktist í skjálftanum 2000.
Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu.  Lögbýlið Dvergabakki í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.
Sannkallaður gullmoli. Land 43 ha. Lítið íbúðarhús, bílskúr, hesthús og bogahús. Gott viðhald á öllum eignum. Gullfallegt útsýni til allra átta. Hitaveita. Dvergabakki er við Króksveg (2930) sem er ca 3 km austan við Þjórsárbrú, norðan þjóðvegar.

Nánari lýsing:

Íbúðarhús, byggt 1980. Timburhús á steyptri plötu. 61,6 fm. Sökkull klæddur. Hluti klæðningar var endurnýjaður ásamt einangrun, ca árið 1995-2000. Þak var málað 2022 og borið á húsið. Gluggar og gler að mestu gott, móða í einu gleri. Hitaveita, miðstöð ofnar og lagnir ca 15 ára. Innra skipulag: Forstofa, gangur, tvö herbergi, annað mjög lítið. Stofa og borðastofa. Eldhús, baðherbergi. Sérsmíðuð lítil eldhús- og baðinnrétting, tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. Húsið er panelklætt að innan, Flísar í forstofu, dúkur á eldhúsi og þvottahúsi og annarsstaðar er parket. Geymsluloft. Ljósleiðari kominn inn í húsið.
Lítið og huggulegt hús, allt mjög snyrtilegt og vel umgengið.

Bílskúr:  Byggður 1995. 48 fm. Borið á klæðningu 2022 og þak málað fyrir nokkrum árum. Endurnýjuð aksturshurð með opnara, árið 2021. Gluggar og gler í góðu ástandi. Málað gólf, milliloft. Parketlagt herbergi með fataskáp.  Parketlagt vinnurými. Inntak hitaveitu er í bílskúrnum. 

Geymsluskúr: Byggður 1977. Ca 6 fm. Klæddur með vatnsheldum krossvið, bárujárnsþak. Inntak rafmagns er í skúrnum. 

Hesthús: Byggt 1990. 60 fm. Bárujárnsklætt og hefur fengið ágætt viðhald. Skiptist í hesthús sem er innréttað með tveimur stíum og aflokaðri geymslu og hinn hlutinn er hlaða með stórri hurð fyrir traktor.
Sér rotþró við hesthús.

Bogahús/braggi: Byggður ca 2012 en er ekki skráður. Ca 30 fm. Öflugar undirstöður og klætt með loftbólueinangrun. Timburgólf. Að hluta til klætt með spónaplötum að innan. Stór tvískipt hurð í norður og tvískipt gönguhurð, efri og neðri í suður, Innréttað að hluta fyrir kindur. Lítið hestagerði er við hlið bogahússins.

Land: Landið liggur beggja vegu meðfram Króksvegi sem sjá má nánar á korti. Allt landið er afgirt og eða framræst með skurðum. Fjögur stærri beitarhólf fyrir hross með aðgang að vatni og tvö lítil hólf.  Beitarland að hluta til mýri en einnig mói.  Skjólveggir í tveimur hólfum. Beitarhólfum lokað með járnhliðum. Ræktað tún við húsin ca 1,6 ha. 
Innkeyrsla með olíumöl, upplýst með lokuðu járnhliði, bæði fyrir ökutæki og gönguhlið.  Annað hlið með vegi sem liggur niður að hesthúsi.

Kalt vatn kemur frá Ásahreppi.
Hitaveita frá Laugalandi (Veitur)
Ljósleiðari frá Ásaljósum.
3ja fasa rafmagn í kassa innan við hlið við hesthúsveg

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@husfasteign.is
Bókið einkaskoðun.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, 0,4 % fyrir fyrstu kaupendur.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/11/202322.530.000 kr.85.000.000 kr.212.6 m2399.811 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 1980
61.6 m2
Fasteignanúmer
2198081
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
17.800.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
17.800.000 kr.
Brunabótamat
20.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1995
48 m2
Fasteignanúmer
2198081
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1990
60 m2
Fasteignanúmer
2198081
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
2.960.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.960.000 kr.
Brunabótamat
12.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache