Fasteignaleitin
Skráð 29. sept. 2023
Deila eign
Deila

Stórhöfði 17

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
384.3 m2
8 Herb.
Verð
950.000 kr.
Fermetraverð
2.472 kr./m2
Fasteignamat
73.100.000 kr.
Brunabótamat
133.100.000 kr.
Mynd af Agnar Agnarsson
Agnar Agnarsson
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 1992
Fasteignanúmer
2213270
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
***DOMUSNOVA KYNNIR * VANDAÐ OG VEL STAÐSETT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI***
TIL LEIGU - TIL LEIGU - TIL LEIGU - TIL LEIGU - TIL LEIGU
Vandað 384,3fm. skrifstofuhúsnæði á efri hæð við Stórhöfða 17, Reykjavík.
Mögulegt að stækka um ca 240fm. og væri því heildina um 625fm. að ræða til útleigu. 

Húsnæðið er laust til afhendingar fljótlega og er innréttað á eftirfarandi hátt í dag:
* rúmgóð móttaka með sérsmíðuðu afgreiðsluborði, fataskáp og innaf móttöku eru tvö flísalögð baðherbergi og geymslur.
* sex stórar skrifstofur sem rúma samtals a.m.k. ellefu starfsstöðvar
* tækjaherbergi undir stiga á efra loft húsnæðisins
* á efri hæð er ein stór lokuð skrifstofa, tvö opin rými fyrir starfsstöðvar og full innréttað eldhús ásamt setustofu.
* ljósleiðari í húsnæðinu og góðar tengingar í öllum rýmum

Innra skipulag býður uppá ótal möguleika varðandi skipulag. 

Eignin er skráð samtals 384,3 fm, neðri hæð 292 fm og er milliloft skráð 92,3 fm.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache