Fasteignaleitin
Skráð 2. des. 2025
Deila eign
Deila

Skorradalur Vatnsendahlíð 203

Nýbygging • SumarhúsVesturland/Borgarnes-311
84 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
82.500.000 kr.
Fermetraverð
982.143 kr./m2
Fasteignamat
2.350.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Jórunn Skúladóttir
Jórunn Skúladóttir
Lögg. fasteignasali
Byggt 2025
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2333704
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
St+timbur
Hæðir í húsi
1
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýjar
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
suður pallur
Lóð
100
Upphitun
varmadæla, ofnar í herbergjum
Inngangur
Sérinngangur
Háborg og Jórunn lögg.fasteignasali kynnaÍ Skorradal Vatnsendahlíð 203, er mjög fallegur sælurætur með ný byggðu frístundahúsi norðan megin við vatnið, sem var að koma til sölumeðferðar. Húsið er vel hannað, allt hið glæsilegasta, vandað til efnisvals og vinnu, þar sem fermetrar nýtast vel. Húsið er 84 fm og skipar, baðherbergi með góðum glugga, klætt Pipo plötum og með vönduðum tækjum, 3. svefnherbergi öll með fataskápum, glæsilegt alrými, eldhús með eyju og stórar og bjartar stofur með miklu útsýni og með úgengt út á pall. Umhverfis húsið er 114 fm pallur. Pallurinn verður afgirtur með gler handriði. Skorradalurinn er einn af okkar fallegri frístundabyggðum með fjöllum sitthvoru megin við Skorradalsvatn. Þaðan er mikið útsýni, mikil afþreying, aðgengi að vatni, hægt að kaupa veiðileyfi hjá landareiganda, mikill gróður og klukkustundar akstur frá borginni. Stutt í alla þjónustu í Borgarnesi eða um 15. mín.akstur, vinsæll golfvöllur í Borgarnesi.
Sælureitur fyrir stórfjölskylduna til að skapa fallegar minningar saman.  Pantið einkaskoðun, Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@haborg.is

Húsið er stórglæsilegt í alla staði. Stendur hátt uppí lóð, mikið útsýni. Búið að gera veg að húsinu. Húsið er vel skipulagt. Þegar inn í anddyri er komið eru góðir fataskápar, á vinstri hönd er baðherbergi sem er með glugga.  Baðherbergið, klætt með Pipo klæðningu og með beint aðgengi að sturtu, vönduð innbyggð tæki á baði, einnig er góð snyrtiaðstaða skápur undir handlaug og spegill fyrir ofan. Síðan koma tvö barnaherbergi sem eru einnig mjög björt með fallegum gluggum og fataskápum. Hjónaherbergið er einnig mjög bjart með góðum fataskápum. Loftin í svefnherbergjum eru klædd með dúk.
Alrýmið með gólfsíðum gluggum. Alrýmið sem er eldhús með eyju og opnar stofur. Í stofu eru stórir gluggar með miklu útsýni og mjög rúmgott að stærð 46,2 fm. Úr alrými er rennihurð út á pall. Eldhúsinnréttingin er sérsmíðaðuð innrétting með eyju sem hægt er að sitja við, einnig er uppþvottavél innfelld í innréttingu ásamt kæliskáp með frysti. Borðplötur í eldhúsi frá Fantofell. Einstakt útsýni úr eldhúsi og stofum.

Húsið stendur norðanmegin við Skorradalsvatn en húsið snýr til suðurs. Húsið er 84 fm. Húsið stendur á leigulóð. Húsið upphitað með varmadælu. Húsið er byggt á steyptum súlum. Grind hússins á 6", þakið með 8" sperrum og 10" ull. Húsið einangrað og klætt að utan með ál klæðningu frà Vírnet. Gluggar tré/ál frá Húsasmiðjunni. Vönduð lýsing, bæði óbein lýsing við útveggi alrýmis og innfelld ljós í loftum. Stór og góður pallur við húsið. Pallurinn verður afgirtur með gler handriði.

Afhendist við kaupsamning. 

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@haborg.is

Þvottahús. Geymslu-/þvottahús með skolvaski. Góð aðstaða fyrir þvott á vinstri hönd við innganginn. Sér inngangur í þvottahúsið. 

Sumarhúsafélag: er virkt í Vatnsenda og er skylda að vera í því ef þú ert sumarhúsa eigandi á svæðinu. Árgjaldið skiptist í tvo hluta, annars vegar 10.000 kr félagsgjald fyrir sumarhúsafélagið og hins vegar 10.000 kr. fyrir vatnsveitu sumarhúsafélagsins, samtals 20.000 kr. Ársleiga á lóð er ca. kr 205.420-. Félagið heldur uppi síðu fyrir sumarhúsaeigendur. 
Innifalið í félaginu er m.a. eftirfarandi:
  • Sameign: á svæði 2 er fótbolltavöllur í sameign. Einnig er á svæði 2 leikvöllur við bátaskýlin á svæðinu með nýlegum leiktækjum svo sem trampolin, rennibraut,      klifurgrind og rólur.
  • Á svæði 4 er einnig sameiginlegt leiksvæði með klifurgrind og aparólu.   
  • Um verslunarmannahelgi hefur verið haldin samkoma á vegum félagsins. 
  • Félagið á einnig og rekur eina öryggismyndavél við inngang hverfisins, í samstarfi við hreppinn sem rekur fjórar aðrar. Þar sem vegurinn í gegnum hverfið er þjóðvegur, sem og flóttaleið.
  • Vatnsveituna á sumarhúsaeigendur í sameign með landareiganda. 
Dalurinn: Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala, skógivaxinn og að mestu hulinn með Skorradalsvatni. Dalurinn er tilvalinn til útivistar. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári.  
Sunnan að dalnum liggur Skarðsheiði yst en Dragafell og Botnsheiði innar. Dalurinn er 25 km. langur, hlykkjóttur og frekar þröngur nema rétt neðst. Víðáttumiklir skógar eru í dalnum en miklu samfelldari að norðanverðu. Innan til er dalurinn þröngur og þykir einkar fagur. Vatnsendahlíð er fyrir miðjum dalnum. Á Stálpastöðum, sem er í norðanverum dalnumm, er töluverður skógur og þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið í Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn. 
Jarðhiti er aðeins á einni jörð, Efri Hrepp og er þar sundlaug, Hreppslaug.  

Einstakt tækifæri til að kaupa fallegt og vel staðsett frístundahús með góðu útsýni á Skorradalsvatnið. Mikil afþreying, Stálpastaðaskógur fallegar gönguleiðir, veiði, frábær aðstaða fyrir báta á vatninu og ýmislegt fleira. Stutt í afþreyingu, þjónustu og verslun

Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@haborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Eyrar 6
Skoða eignina Eyrar 6
Eyrar 6
806 Selfoss
92.1 m2
Sumarhús
413
857 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Sogsbakki 30
Skoða eignina Sogsbakki 30
Sogsbakki 30
805 Selfoss
101.5 m2
Sumarhús
413
787 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Selhóll 2
Skoða eignina Selhóll 2
Selhóll 2
805 Selfoss
96 m2
Sumarhús
413
884 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Þórsstígur 5c
Skoða eignina Þórsstígur 5c
Þórsstígur 5c
805 Selfoss
92.1 m2
Sumarhús
423
911 þ.kr./m2
83.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin