Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - Til sölu - Aðalstræti 130 Patreksfirði - Einbýlishús úr timbri ásamt bílskúr, skemmtileg staðsetning og umhverfi við sjávarsíðuna, frábært útsýni yfir fjörðinn. Í húsinu eru fjögur svefnhebergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús, stofa og borðstofa, gangur, forstofa og salerni. Geymsla og kyndiklefi í kjallara. Bílskúr er 33.5 m² að stærð. Ný Panasonic varmadæla og kerfi til upphitunar.
ATH eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning!Nánari lýsing.Forstofa með flísum á gólfi, lítið
salerni inn af forstofu.
Gangur með parketi á gólfi, útgengt út á hellulagða
verönd með skjólveggjum.Stór og björt
stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Eldhús með ágætri eldri innréttingu, parket á gólfi, borðkrókur.
Búrgeymsla með hillum inn af eldhúsi.
Rúmgott
þvottahús með innréttingu og vaski, flísar á gólfi, sér
útgangur þar.
Svefnálmugangur með parketi á gólfi.
Fjögur svefnherbergi.
Hjónaherbergi með stórum og góðum fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi við enda gangs með parketi á gólfi og nýlegum stórum fataskáp.
Tvö minni
herbergi með parketi á gólfi, fataskápar í báðum.
Rúmgott
baðherbergi með sturtuklefa, hiti í gólfi, hvítar flísar á gólfi og veggjum, dökk innrétting með góðu skápaplássi, tveir vaskar.
Bílskúr er 33,5 m² að stærð, steypt gólf, hillur á vegg, bílskúrshurð er upprunaleg.
Kyndiklefi og geymsla í kjallara er um 21 m² að stærð. Stjórnkerfi varmadælu staðsett í kjallara.