BYR fasteignasala kynnir í einkasölu FINNSSTAÐIR, 701 Egilsstaðir. Jörðin Finnsstaðir á Héraði ásamt öllum húsakosti og landi, útsýni til allra átta.Frá Egilsstöðum er ekið að Finnsstöðum um Borgarfjarðarveg nr. 94. að Finnsstaðir nr 9430.
Finnsstaðir eru í u.þ.b. 4,77 km fjarlægð frá Egilsstöðum, 5 mín. í akstri, og 10 mín. í akstri frá Flugvellinum. Smellið hér fyrir staðsetningu. Jörðin er seld án bústofns, véla og framleiðsluréttar en með búnaði vegna ferðaþjónustu. Jörðin býður uppá margvísleg tækifæri í ýmsri uppbyggingu og eða í bússkap og ferðamennsku.
Á jörðinni er starfrækt í dag gisting Egilsstaðir, hestaleiga og dýragarður yfir sumartímann.
Möguleikar á fuglaskoðun og eða veiðum, veiði í Eyvindará, gönguleiðir og reiðleiðir. Jörðinni fylgir hreindýraarður og lítils háttar arður af veiði í Eyvindará.
Byrjað er að útbúa tjaldsvæði, búið er að setja rotþró og tengja vatn í salernis skúr. Finnsstaðir ná yfir gróið og víðfemt landsvæði, tún, mýrar, hlíðar og heiðarland, berjaland er á jörðinni, Lerkiskógur er í nálægð við bæinn.
U.þ.b. 50 hektarar ræktað land. Afgirt eru u.þ.b. 260 hektarar.
Á Finnsstöðum eru tvö íbúðarhús, annað þeirra hefur verið notað sem gistihús, vélaskemma og sambyggð útihús: Hesthús, hlaða, hænsnahús og fjárhús.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu á byr@byrfasteignasala.is eða í síma 483 5800FINNSSTAÐIR SAMANSTANDA AF EFTIRTÖLDUM FASTEIGNUM OG FASTANÚMERUM:
FINNSSTAÐIR 1, fnr. 217-6452 Landnúmer 158082, smellið hér fyrir landeignaskrá . Skráning: Jörð, hlaða, fjós, véla/verkfæraskemma, mjólkurhús, fjárhús, fjós með áburðarkjallara, fjárhús og ræktað land.FINNSSTAÐIR 1a, fnr. 217-6454 Landnúmer 199460. Einbýlishús (eldra íbúðarhús 1947).FINNSSTAÐIR 1b, fnr. 217-6462 Landnúmer 199461. Einbýlishús, (nýrra íbúðarhús 1977).FINNSSTAÐIR 3, fnr. 217-6480 Landnúmer 158087. Skráning: Jörð, ræktað land. Hluti af útjörð (ógirt heiðaland) Finnsstaða 1 er í óskiptu landi með Finnsstöðum 2 þar sem hlutur Finnsstaða 1 er 2/3. Á engjum neðan við bæinn verpir mikið af fugli, gæs endur og mófugl.
EINBÝLISHÚS, steypt hús á einni hæð byggt árið 1977, 125,0 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, fnr. 217-6462 FINNSSTAÐIR 1. Skipulag eignar: Tvö anddyri, stofa og borðstofa, eldhús og búr, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, gangur og þvottahús.
Nánari lýsing: Aðal anddyri, flísar á gólfi, þrefaldur fatskápur, þaðan er lúga uppá loft.
Auka anddyri „mudroom", dúkur á gólfi.
Eldhús, með parket á gólfi, helluborð, vifta, ofn, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu, borðkrókur er í eldhúsi.
Búr er innaf eldhúsi, hillur og gluggi, parket á gólfi.
Stofa og borðstofa eru saman í rými, parket á gólfi.
Þrjú svefnherbergi.Hjónaherbergi er með fjórföldum fataskáp, dúkur á gólfi
Barnaherbergin eru tvö, bæði án fataskápa.
Tvö baðherbergi, bæði eru flísalögð í hólf og gólf, sturta, vegghengt salerni, vask innrétting og handklæðaofn, gluggi. Útgengt er frá öðru baðherberginu.
Þvottahús, málað gólf, stálvaskur, gluggar.
Húsið er málað að utan, járn á þaki. Utanáliggjandi lagnir.
EINBÝLISHÚS, gistihús, steypt hús á einni hæð byggt árið 1947, 94,0 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, fnr. 217-6464 FINNSSTAÐIR 1B. Skipulag eignar: Tvö anddyri, stofa og borðstofa, eldhús, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, gangur, sturtuherbergi og þurrkherbergi.
Nánari lýsing:
Tvö anddyri, flísar á gólfi
Stofa og borðstofa eru saman í rými, dúkur á gólfi.
Eldhús, helluborð, ofn, stálvaskur, harðparket á gólfi.
Þrjú svefnherbergi öll með dúk á gólfi.
Baðherbergi I er flísalagt í hólf og gólf, salerni, handlaug og sturta, gluggi.
Baðherbergi II er flísalagt á hluta veggja, salerni og handlaug, tenging fyrir þvottavél og þurrkara, gluggi, hitainntök.
Sturtuherbergi, flísalagt í sturtuhorni, þaðan er útgengt út á timburverönd með heitum potti aftan við húsið,
heitur pottur 6 manna, útsýni yfir Lagarfljót. Þurrkherbergi flísar á gólfi.
Húsið er klætt að utan með járni, járn á þaki. Rafmagnstafla hússins hefur verið endurnýjuð. Tenglar og rofar frá ýmsum tímum hússins, utanáliggjandi að hluta. Lagnir eru yfirfarnar að hluta.
SAMBYGGÐ ÚTIHÚS: Hesthús, hlaða, hænsnahús og fjárhús, á einni hæð samtals 422,1 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS
.
Hesthús (skráð fjós) 101,2 m² byggt árið 1959, stíur fyrir 17 hesta. Ásamt reiðtygja geymslu og tilheyrandi fyrir áhöld tengd hestum- og hestaleigu.
Hlaða, 182,7 m² byggt árið 1957, hluti hennar er nýtt sem aðstaða hestaleigu og setustofa, möguleiki á að nýta sem
aðstöðu til tamninga inni. Framan við hesthús er
reiðgerði, möguleiki á að nota til kennslu og eða þjálfunar.
Hænsnahús (skráð mjólkurhús) 18,4 m² byggt 1959.
Fjárhús 119,8 m² byggt árið 1959, beitarhús (opið) fyrir hesta á veturnar.
Fjárhús byggð árið 1936 131,6 m², hlaðið nýtt sem geymsla í dag.
V
éla/verkfæraskemma, byggingarár 1993, 96,0 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, fnr. 217-6464 FINNSSTAÐIR 1B. Húsið er steniklætt að utan, bárujárn á þaki. Inntök fyrir heitt vatn, þaðan liggur leiðsla fyrir heitt vatn í önnur útihús, ófrágengið að innan. Eftir að steypa gólf og klæða veggi.