Einstaklega vel staðsett, vel skipulagt og mikið endurnýjað 195,1 fm raðhús á einni hæð þar af 24,5 fm bílskúr í rólegri og fjölskylduvænni götu við Þrastarlund 18, 210 Garðabæ. Fjögur svefnherbergi og stórar stofur. Útgengt út í stóran garð með viðarpalli, heitum potti og fallegu útsýni. Fataherbergi inn af hjónaherbergi, baðherbergi á gangi og gestasalerni í forstofu. Rúmgott eldhús með góðu vinnuplássi og stórt þvottahús með geymslulofti. Virkilega falleg eign á góðum stað þar sem stutt er í skóla, íþróttastarf og alla þjónustu. Þá er Heiðmörk, Vífilstaðir og golfvöllur GKG í göngufæri ásamt fallegum gönguleiðum allt í kring.
Nánari upplýsingar og söluskoðun veitir Gunnar Bergmann Jónsson í síma 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.is
Nánari lýsing:Aðkoma að húsinu er neðst í götu við Þrastarlund. Þrjú bílastæði fyrir framan hús og sameiginleg bílastæði rétt ofar í götunni. Gengið er inn í forstofu með fatahengi. Fallegt dökkt
vínylparket frá Parka á öllum gólfum utan votrýma sem eru flísalögð, nýlegar hvítar innihurðir frá Parka.
Gestasalerni í forstofu með parketi á gólfi og veggjum. Upphengt salerni og vaskur.
Komið inn í opið alrými eignarinnar þar sem eldhús, þvottahús og geymsla eru á vinstri hönd, borðstofa, stofa og útgengi á pall á hægri hönd.
Eldhús með fallegri og vandaðri Alno innréttingu, steinn á borðum. Innrétting var nýlega filmuð. Gott vinnupláss, ofn í vinnuhæð, rafmagshelluborð og vifta yfir helluborði. Búið að breyta hluta af innréttingu í búrskáp. Eldhúskrókur með föstu eldhúsborði.
Frá eldhúsi er innangengt í
þvottahús, búr og geymslu með aukinni lofthæð og auknu geymslurými. Hátt til lofts og gott hillupláss.
Mjög rúmgott
alrými með holi, rúmgóðri
borðstofu og stórri stofu sem gengið er í niður lítið þrep. Útgengi út á
stóran pall frá stofu með heitum potti, grasflöt og fallegu útsýni.
Svefnherbergi eru fjögur í eigninni. Hjónaherbergi með fataherbergi, minna barnaherbergi við hliðina á hjónaherbergi og þar á milli er
baðherbergi með upphengdu salerni, innréttingu og sturtuklefa.
Tvö barnaherbergi innar í húsinu annað með skápum.
Sjónvarpshol á gangi fyrir framan barnaherbergin.
Bílskúrinn er flísalagður 24,5 fm með geymslu innst inni með hærri lofthæð, Heitt og kalt vatn, blöndunartæki fyrir heitan pott. Hiti í hluta af plani fyrir framan hús.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.