Hraunhamar kynnnir 129,8 fm fimm herbergja endaíbúð á þriðju hæð (efsta hæð) með sér inngangi af svölum í snyrtilegu fjölbýli í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni og lyfta er í húsinu.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð á smekklegan hátt. Þetta er frábær staðsetning í botnlanga, en samt í göngufæri við Áslandsskóla og náttúruna.
Áhugaverð eign sem vert er að skoða, seljandi skoðar jafnvel skipti á stærri eign í Áslandshverfinu með bílskúr. Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, baðherbergi, eldhús, svalir og geymsla í kjallara.
Lýsing eignar: Forstofa með fataskapum
Rúmgott
hol. Björt og falleg
stofa og
borðstofa.Eldhús með fallegum innréttingum og borðkróki.
Þrjú
barnaherbergi, tvö þeirra með skápum.
Rúmgott
svefnherbergi með skápum, útgangur þar út á svalir.
Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, falleg innrétting á baðinu.
Stórt og gott
þvottahús. Gólfefni eru harðparket og flísar.
Í kjallara er geymsla auk reglubundinnar sameignar.
Góð eign í vinsælu hverfi, stutt í skóla og leikskóla.
Skv. upprunalegu skipulagi er íbúðin 4ja herbergja, en búið að bæta við herbergi á kostnað hluta stofunnar.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali s.698-2603, hlynur@hraunhamar.is
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is