LIND fasteignasala kynnir nýuppgerða og smekklega fjögurra herbergja 96,5 fm íbúð á 2. hæð ásamt 22,8 fm bílskúr að Laufrima 1 í Grafarvogi.Eignin er skráð 119,3 fm samkvæmt Þjóðskrá, þar af 5 fm geymsla og 22,8 fm bílskúr. Sérinngangur er inn í eignina af svölum. Eignin hefur nýlega verið mikið endurnýjuð, þ.e. eldhús og baðherbergi að verulegu leyti, allir skápar, innréttingar og gólf endurnýjuð o.fl. Skipt var um gler eftir þörfum í húsinu 2021 og stigagangur teppalagður 2023. Dýrahald er í húsinu, en leyfi hefur ekki verið þinglýst.
Eignin er afar vel staðsett, enda stutt í leikskóla, grunnskóla og alla helstu þjónustu. Einnig er mikið magn bílastæða fyrir framan húsið.
Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, samliggjandi borðstofu/stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Parket á gólfi, rúmgóður fataskápur og sérsmíðuð hilla.
Eldhús: Svört innrétting með miklu skápaplássi og quartz borðplötu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, ný gyllt blöndunartæki, nýleg eldhústæki, spanhelluborð, eyja með quartz steini.
Stofa/ borðstofa: Björt og opin, parket á gólfi, útgengt á suðursvalir.
Baðherbergi: Gráar flísar á gólfi og veggjum, sturta með dökku gleri, svört blöndunartæki, viðarinnrétting með svartri borðplötu og vaski ofan á, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi, veglegur fataskápur.
Svefnherbergi I: Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi, sérsmíðað rúm sem fylgir eigninni.
Geymsla: Í kjallara, skráð 5 fm ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Bílskúr: 22,8 fm með hitaveitu og rafmagni.
Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.