Valborg ehf. kynnir íbúð 03-03 að Grensásvegi 1B, 108 Rvík. Stór og glæsileg 134,8 m², 4ra herbergja íbúð á 3. hæð.
Íbúðin sem er hluti af nýbyggingu, er eins og aðrar íbúðir í húsinu alveg sérlega vönduð. Íbúðin er til afhendingar fullbúin með öllum eldhústækjum og led ljósum og gólfefnum í nóv/des á þessu ári. Gólfsíðir gluggar í öllum íbúðum gerir þær mjög bjartar og fallegar. Hiti í gólfum.
Gólfefni í allri íbúðinni er fallegt og sérstaklega slitsterkt, vatnsþolið harðparket og fallegar flísar frá Amani Matt á votrýmum. Hugsað er fyrir öllum helstu smáatriðum í íbúðunum.
Staðsetning hússins er í nánasta nágrenni við vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, öll þjónusta og verslun er þarna í göngufæri. Í allri hönnun á húsinu er tekið sérstakt tillit til fólks í hjólastólum. Geymsla fylgir hverri íbúð í húsinu. Íbúar hafa aðgengi að leigustæðum í snyrtilegum bílakjallara sem stendur undir húsinu.
Nánari upplýsingar veita:
Maria Guðrún Sigurðardóttir, viðskfr. og lögg. fasteignasali, í síma 820 1780 eða maria@valborgfs.is.
Elvar Guðjónsson, viðskfr. og lögg. fasteignasali, í síma 895 4000 eða elvar@valborgfs.is.
Aðalsteinn Steinþórsson, viðskfr. og lögg. fasteignasali, í síma 896 5865 eða alli@valborgfs.is.
Þyrí Guðjónsdóttir, viðskfr. og lögg. fasteignasali, í síma 891 9867 eða thyri@valborgfs.is.
Nánari lýsing:
Íbúðum er skilað með eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingum (sér þvottahús er ekki í öllum íbúðum), einnig fylgja öll eldhústæki þ.m.t. ísskápur, uppþvottavél og gufugleypir ofl. Þá fylgja fataskápar í forstofu og svefnherbergjum/fataherbergjum. Flestar innréttingar eru í dökkum eikarlit í bland við hvítan akrýl sem er eitt það slitsterkasta efni sem völ er á í dag. Gólfhiti verður í öllum rýmum íbúða.
Ofnar eru í sameign og á geymslusvæðum fyrir utan sjálfan bílakjallarann.
Myndir eru af íbúð með samskonar tækjum og innréttingum. Endanleg skil íbúða miðast við skilalýsingu eignarinnar, en þar eru nákvæmar upplýsingar um eignina.
Allar fermetratölur íbúða eru birtar með fyrirvara. Eignaskiptayfirlýsing gildir.
Deilibílar.
Stefnt er að því að deilibílar verði hluti af nýtískulegu og vistvænu umhverfi á Grensásvegi 1B. Þeir verða aðgengilegir fyrir íbúa og starfsfólk fyrirtækja á lóðinni. Fyrirkomulag liggur ekki endanlega fyrir, en markmiðið er leigufyrirkomulag þar sem einfalt app verður notað fyrir aðgengi að bílunum og mögulegir notendur líklega forskráðir.
Nánari skilalýsingu er að finna á vef byggingaraðila: www.g1.is eða á skrifstofu Valborgar ehf. í Nóatúni 17, 2. hæð.
Innréttingar eru allar frá IWA.
Eldhústæki eru frá Bosch.
Flísar frá Amani Matt.
Eignin Grensásvegur 1B - 0303 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 251-9712, birt stærð 134.8 m².
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.