Hraunhamar fasteignasala kynnir: Bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð í litlu fjölbýli við Skipasund 88, 104 Reykjavík. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla og skóla.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á fallegan máta. Einstaklega góð lofthæð er í íbúðinni og sjarmerandi gluggar. Íbúðin er skráð 76,3 fm skv. HMS en þar af er 4,6 fm geymsla. Nánari lýsing eignar: Forstofa/rúmgott
hol.
Rúmgott
eldhús með nýlegri innréttingu og eldunartækjum. Eldhús er opið inn í bjarta borðstofu/stofu.
Hjónaherbergi með fataskáp.
Svefnherbergi.
Baðherbergi með ljósri innréttingu með handlaug, upphengt salerni, walk in sturta og handklæðaofn. Gluggi inn á baðherbergi.
Sérgeymsla í sameign.
Sameiginlegt
þvottahús í kjallara.
Skv. seljanda hefur verið farið í eftirfarandi framkvæmdir síðastliðin ár: 2025: Vínylparket frá Álfaborg, nýjar innihurðar frá Parka, nýtt eldhús og ný eldhústæki frá AEG og Airforce helluborð með innbyggðri viftu frá Ormsson.
2025: Dregið nýtt rafmagn í íbúðina og tengt við Lutron ljósastýringakerfi. Ný ljós frá Rafkaup. Loft tekið niður og sett innfelld lýsing að hluta.
2025: Nýir ofnar í íbúð
2025: Microcement sett á veggi og gólf á baðherbergi. Ný hreinlætistæki.
2024: Aðaltröppur múraðar og málaðar, ný ruslaskýli
2022: Ný rafmagnstafla í sameign, dyrasímar fyrir allar íbúðir, tenglar fyrir þvottavél og þurrkara endurnýjaðir
2015: Húsið klætt að utan
2012: Drenlögn lögð (með suður og vesturhlið)
2012: Skipt um glugga og gler í íbúðinni
Um er að ræða sjarmerandi eign sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir: Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s. 659-0510
glodis@hraunhamar.isSkoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi