Fasteignaleitin
Skráð 26. okt. 2023
Deila eign
Deila

Norðurleið 12

Jörð/LóðSuðurland/Selfoss-801
9627 m2
4 Herb.
Verð
11.900.000 kr.
Fermetraverð
1.236 kr./m2
Fasteignamat
14.300.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Jón Guðni Sandholt jr
Jón Guðni Sandholt jr
Löggiltur fasteignasali
Fasteignanúmer
2340921
Húsgerð
Jörð/Lóð
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
ALDA fasteignasala kynnir vel staðsetta íbúðarhúsalóð í búgarðabyggð með teikningum undir einbýlishús við Norðurleið 12 í Tjarnabyggð, 801 Selfossi. Lóðin er eignarlóð og telur 9627 m2.

Samþykktar teikningar liggja fyrir af 431,7 m2 einbýlishúsi á einni hæð með bílskúr, teiknaðar af Vigfúsi Halldórssyni. 

Birtir fermetrar skiptast með eftirfarandi hætti:
  • Einbýli telur 161,70 m2.
  • Bílskúr telur 270 m2.
Teikningar sýna hefðbundið timburhús með risþaki. Alrými 78 m2 (eldhús, stofa og borðstofa), sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, fataherbergi, þrjú baðherbergi, þvottahús, bílskúr og 158 m2 pallur. Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Tenging fyrir rafbíla verður við húsið. 

Í búgarðabyggðinni er fyrst og fremst gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði auk útihúsa. Þar er heimiluðu ýmis atvinnustarfsemi tengd landbúnaði.

Heimilt er að byggja íbúðarhúsnæði allt að 1000 m2 að brúttófleti auk þeirra útihúsa sem fylgja starfsemi sem fram fer á lóðinni, en skulu útihús og íbúðarhús þó aldrei vera stærri en 1500 m2 samtals að brúttófleti. Byggingarreitir eru í lágmarksfjarlægð frá lóðamörkum en innan byggingareits stendur hönnuður frjáls að formi húss, gerð þess og efnisvali þó með þeim skorðum er byggingarreglugerð setur. 

Árborg mun sjá um allan rekstur svæðisins eins og t.d. snjómokstur, sorphirðu, skólaakstur. Einstakt svæði fyrir fólk sem vill búa í sveit en njóta þjónustu á við þéttbýlinga.

- Sjá deiliskipulag Deiliskipulag búgarðabyggðar.

Kvaðir: 
  • Kvöð er um að skolp verði lagt í rotþró innan lóðar og jarðvatn og regnvatn af þaki hvers húss verði leitt í grjótsvelg innan lóðar. Frágangur á lóðarmörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Núverandi land meðfram götu skal haldast sem mest óhreyft eftir því sem kostur er. - Stofnskjal lóðar 433-A-001244/2007.
  • Yfir svæðið liggur gömul vatnsleiðsla, frá vatnsbóli norðan svæðisins til Eyrabakka. Kvöð er á lóðum sem hún liggur yfir um legu hennar og aðkomu að henni vegna viðhalds og endurnýjunar. - Deiliskipulag búgarðabyggðar

Allar nánari upplýsingar veita:
Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali, í síma 777-2288 eða jon@aldafasteignasala.is.
Aníta Olsen Jóhannesdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 615-1640 eða anita@aldafasteignasala.is 

----------------------------------------------------------------------- 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila  
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/12/202314.300.000 kr.10.000.000 kr.431.7 m223.164 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache