Fasteignaleitin
Skráð 3. mars 2024
Deila eign
Deila

Hestur lóð 81

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
27.6 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
4.900.000 kr.
Fermetraverð
177.536 kr./m2
Fasteignamat
14.850.000 kr.
Brunabótamat
17.600.000 kr.
RB
Rafn Benediktsson
Einkasali
Eignir í sölu
Byggt 1972
Garður
50 ára og eldri
Fasteignanúmer
2263472
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Vatnslagnir
Heitt og kalt vatn. Lokað ofankerfi - utanáliggjandi hitaveitugrind (2017)
Raflagnir
Rafmagnsinntak og tafla fyrir hendi, tenglar uppi og niðri
Frárennslislagnir
Lagnir fyrir eldhúsvask, vatnssalerni og handlaug
Gluggar / Gler
Nýir trégluggar með tvöföldu gleri niðri. Upprunalegir gluggar uppi
Þak
Upprunalegt
Svalir
nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

NÁNARI LÝSING:

Um er að ræða talsvert uppgert A-hús með svefnlofti sem selst til flutnings á ábyrgð kaupanda. Engin lóð eða réttindi eru til sölu. Öll tilboð verða skoðuð.

Gengið er inn í alrými með geymsluskáp til hægri en setustofu til vinstri. Í fjærenda er ný eldhúsinnrétting með nýju blöndunartæki. Sóló eldavél er við innréttingu og stiga uppá svefnloft þar sem svefnrými er fyrir 4. Í húsinu eru lagnir fyrir heitt og kalt vatn (um 2017). Vatnssalerni og handlaug eru með sér inngangi við hlið aðalinngangs. Þar er nýtt blöndunartæki fyrir útisturtu. Húsið er hitað er með hitaveituofnum (lokað kerfi) ásamt Sóló eldavél sem gengur fyrir olíu. Lagnagrind er í utanáliggjandi kassa. Raflagnir og tenglar eru bæði á grunnhæð og svefnlofti. Tafla er inni í skápi við útihurð.

Haustið 2021 var skipt um gólfplötur, burður gólfsins styrktur og gólfið einangrað uppá nýtt með steinull. Gaflar voru einnig endurnýjaðir þannig að skipt var um stoðir eftir þörfum, gaflarnir endureinangraðir og klæddir spónaplötum. Sett var ný rakasperra í gólf og gafla. Nýir tvöfaldir trégluggar voru einnig settir í báða gafla á jarðhæð. Skipt var út nokkrum burðarbitum/þaksperrum að hluta eða í heild og ný borð sett í enda þakskeggs. Farið var yfir ytri klæðningu, hún þétt og máluð. Þak er upprunalegt en yfirborðsryð var meðhöndlað og síðan þakið málað í heild.

Útikrani er fyrir kalt vatn og einnig er rafmagnstengill úti við hitaveitugrind

Umhverfis húsið er pallur í góðu ástandi en heildarlengd húss og palls er um 7 x 11 m

Húsið og pallur sitja á steyptum stöplum sem ekki eru niðurgrafnir heldur hvíla á púða. Einfalt er að losa hús af stöplunum sem fylgja með í kaupum sé þess óskað.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/03/20168.290.000 kr.4.000.000 kr.27.6 m2144.927 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache