Miklaborg kynnir:
Til sölu 80,6 fm fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð (2. hæð frá stigainngangi) miðsvæðis í Fossvoginum með sérmerktu bílastæði ásamt sérgeymslu, sameiginlegu þvottahúsi í kjallara auk hjóla- og vagnageymslu.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi (búið er að sameina tvö herbergi), gang, baðherbergi og suðursvalir.
Parket er á alrými, herbergjum og í stofu, flísar á baðherbergi og korkur á eldhúsgólfi.
Nánari lýsing
Íbúðin er staðsett miðsvæðis í Fossvoginum í barnvænu og vinsælu hverfi, stutt frá allri helstu þjónustu, skólum, leikskólum og útivistarsvæðum. Um er að ræða 80,6 fm íbúð á efstu hæð hússins, 3. hæð til hægri (2. hæð ef talið er frá stigainngangi hússins). Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni ásamt sérgeymslu. Íbúðin er að mestu leyti í upprunalegu ástandi frá byggingu, með upprunalegum eldhúsinnréttingum, skápum, baðherbergi og parketi. Nýlega hefur verið skipt um glugga- og svalahurð suðurmegin við húsið.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, gang, baðherbergi og svalir.
Forstofa er parketlögð og tengist gangi þar sem er tvöfaldur fataskápur.
Eldhúsið er með kork á gólfi, helluborði, ofni, viftu og stálvaski og gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofan er rúmgóð, parketlögð og þaðan er útgengt á suðursvalir sem njóta góðrar birtu.
Hjónaherbergið er með harðparketi og sexföldum fataskáp.
Hin tvö herbergin eru einnig með harðparketi og hafa verið sameinuð í eitt rými, en auðvelt er að breyta aftur í tvö herbergi ef óskað er.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er standandi salerni, baðkar, vaskur, innrétting og vifta.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla, sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Sérgeymslan sem fylgir íbúðinni er með máluðu gólfi, hillum og glugga. Íbúðin býður upp á mikla möguleika fyrir nýja eigendur til að endurnýja eftir eigin smekk á eftirsóttum stað í Fossvoginum. Búið er að koma upp rafhleðslustöð fyrir rafbíla.
Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Gonnigan Daníelsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 897-1161 / gudrun@miklaborg.is
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
108 | 77.6 | 78,9 | ||
108 | 71.6 | 75,8 | ||
108 | 76.5 | 78,9 | ||
108 | 69.7 | 72,9 | ||
108 | 71.6 | 75,7 |