Fasteignaleitin
Skráð 14. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Norðurtún 13

EinbýlishúsNorðurland/Siglufjörður-580
246.3 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
71.900.000 kr.
Fermetraverð
291.920 kr./m2
Fasteignamat
48.950.000 kr.
Brunabótamat
103.200.000 kr.
AE
Arndís Erla Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1981
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2130817
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ágætt
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
Ágætt
Þak
Ágætt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
100
Upphitun
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir eignina Norðurtún 13, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0817 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Norðurtún 13 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0817, birt stærð 246.3 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.


Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum á góðum stað með skjólgóðum garði og frábæru útsýni. Eigninni hefur verið vel viðhaldið í gegnum árin en búið er að skipta um þak, þakkant og rennur, gler í hluta af gluggum, drena frá eigninni og rafmagnstafla endurnýjuð. Einnig hafa vatnslagnir verið endurnýjuðar, hiti settur í gólf neðri hæðar að hluta og hitalagnir settar í steypt bílastæði.  
Efri hæð samanstendur af andyri, eldhúsi, baðherbergi, þremur svefnherbergjum, búri/geymslu, sturtuaðstöðu(viðbygging), stofu, borðstofu og sjónvarpsrými. Léttur veggur aðskilur eldhús og stofu. Viðbyggingu var bætt við eignina út af búri/geymslu og útbúið rými með sturtuklefa, vask og geymslurými. Svalahurð liggur út á pall þar sem er heitur pottur. Einnig er svalahurð úr holi út á pallinn en þar hefur verið gert skjólgott rými með hitalampa. Pallurinn er skjólgóður og gróðri vaxinn garður í kring. 
Neðri hæð eignarinnar samanstendur af andyri, þvottahúsi, tveimur stórum svefnherbergjum, baðherbergi og geymslu. Hringstigi liggur niður í miðju rými. Baðherbergi hefur verið enndurnýjað að hluta með flísalögðum sturtuklefa og flísum á gólfi. Svefnherbergin eru mis stór með flísum á gólfi. Mjög rúmgóð geymsla er á neðri hæð með góðu hilluplássi og flot á gólfi. Bílskúr er flotaður með hillu og skápum. Einnig er vaskur með heitu og köldu vatni. 

Efri hæð:
Andyri: Rúmgott með ljósum flísum á gólfi og fataskáp. 
Eldhús: Beiki innréttingar með hvítum hurðum og viðarborðplötu. Gott skápapláss í U-laga eldhúsi með léttum vegg sem aðskilur stofu og eldhús.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa liggja saman í stóru björtu rými með parket á gólfi. Útsýni er yfir fjörðinn úr stofu.
Herbergi: Svefnherbergi eru þrjú á efri hæðinni sem eru misstór með parket á gólfi en korkflísum á hjónaherbergi. Fataskápar eru í tveimur þeirra.  
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum. Innrétting er hvít með góðu skápaplássi og hvítri borðplötu. Baðkar, gólftengt klósett og vaskur. 
Geymsla: Geymsla/búr er með góðu hilluplássi og háum skáp. Einnig er op upp á loft sem er yfir nánast allri eigninni því mikið geymslupláss. 

Neðri hæð:
Hol: Opið hol er þegar komið er niður stigann með parket á gólfi. 
Herbergi: herbergin eru tvö á neðri hæðinni bæði mjög rúmgóð með flísum á gólfi. Annað er með fataskáp. 
Baðherbergi: baðherbergið er flísalagt á gólfi og sturtuklefa með gler hurðum. Hvít innrétting með vask og efri skápum. Stór hvítur handklæðaofn. 
Geymsla: Stór og rúmgóð geymsla með miklu hilluplássi. Gólf er flotað.
Þvottahús: Beiki innréttingar með góðu skápaplássi og ljósri borðplötu. Rúmgott rými með góðu plássi fyrir þurrkgrindur, þvottavél og þurrkara. Gólf er flotað. Opnanlegur gluggi.   
Andyri: er stórt með flísum á gólfi og góðu opnu fatahengi. Mjög rúmgott . 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórunnarstræti 133 - 201
Þórunnarstræti 133 - 201
600 Akureyri
189.1 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
514
399 þ.kr./m2
75.400.000 kr.
Skoða eignina Mímisvegur 17
Bílskúr
Skoða eignina Mímisvegur 17
Mímisvegur 17
620 Dalvík
254.3 m2
Einbýlishús
514
275 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Grænamýri 2
Skoða eignina Grænamýri 2
Grænamýri 2
600 Akureyri
199.3 m2
Einbýlishús
515
346 þ.kr./m2
68.900.000 kr.
Skoða eignina Laugarbrekka 7
Bílskúr
Skoða eignina Laugarbrekka 7
Laugarbrekka 7
640 Húsavík
235.4 m2
Fjölbýlishús
625
319 þ.kr./m2
75.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin