Vönduð útsýnisíbúð á góðum stað við Kirkjusand 5, Reykjavík. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara. Í húsinu er lyfta og yfirbyggðar upphitaðar svalir.
* Húsið málað að utan 2024
* Þakið var málað sumar 2019.
* Í húsinu er og býr húsvörður sem sér um flest sem kemur að sameign hússins.
* Stæði í lokaðri bílageymslu með hleðslustöðSamkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt stærð eignarinnar 114,3 m2. Fasteignamat 2025 er 90.000.000 krÍbúðin skiptist í forstofu, hol, borðstofu, eldhús, stofu, yfirbyggðar svalir, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Forstofa/hol er með parket á gólfi og fataskáp.
Eldhús með góðri innrétting með efri og neðri skápum, flísum á milli, helluborði, ofn í vinnuhæð, innbyggður ískápur og uppþvottavél.
Stofan er björt, rúmgóð og útsýni í norðvestur. Parket á gólfi.
Úr stofu er útgengt út á
yfirbyggðar svalir sem snúa suðvestur. Rýmið er upphitað með ofni. Flísar á gólfi.
Sjónvarpsstofa með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er með rúmgóðum fataskápum. parket á gólfi
Svefnherbergi með skápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari, sturtu og klósetti. Gott skápapláss. Flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla/búr er innan íbúðar. Í sameign er líka sérgeymsla fyrir þessa íbúð.
Í bílakjallara er sér bílastæði sem fylgir þessari íbúð. Hleðslustöð er við stæðið.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús á milli hæða fyrir 3 íbúðir og sameiginleg hjóla/vagnageymsla.Á jarðhæð í húsinu er fótaaðgerðarstofa og í húsi númer 1 er æfingasalur með tækjum fyrir hús númer 1,3 og 5Á lóðinni er lítill leikvöllur, lítill púttvöllur og í stuttu göngufæri er t.d. verslunarkjarni við Laugaalæk. Þar má finna kaffihúsið Kaffi lækur , Brauð og co., og fleiri góðar verslanir. Aðeins lengra í hverfinu má finna Laugardalslaug, Worldclass og alla þjónustu við og í kringum Borgartúnið.Nánari upplýsingar veita:Páll Pálsson Lgf. í síma nr775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
Evert Guðmundsson Lgf. í síma nr 8233022 eða evert@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.