Fasteignaleitin
Skráð 29. okt. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Lo Romero Golf

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
84 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
35.200.000 kr.
Fermetraverð
419.048 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
401190221
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Verönd og sér garður
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG NEÐRI SÉRHÆÐ VIÐ HINN VINSÆLA LO ROMERO  GOLFVÖLL*

Fallegar og rúmgóðar vel skipulagðar íbúðir við hinn vinsæla  Lo Romero golfvöll, stutt frá Pilar de la Horadada, snyrtilegum spænskum bæ ca. 60 mín akstur í suður frá Alicante. Góð verönd út frá stofu og möguleiki að velja íbúð á jarðhæð með litlum einkagarði, eða íbúð á efstu hæð með sér þaksvölum.  Um 15 mín akstur á ströndina. Útsýni yfir hinn fallega Lo Romero 18 holu golfvöll og auk þess eru fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas. Lokað svæði, tryggir aukið öryggi.  Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum. 
Íbúðirnar eru vel skipulagðar með góðu alrými, tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.  AÐEINS ÖRFÁAR ÍBÚIR EFTIR.

FRÁBÆRT VERÐ

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 OG
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur,   karl@spanareignir. GSM 777 4277


Nánari lýsing:
Íbúðirnar skiptast í gott eldhús, með góðri tengingu við stofu og borðstofu í rúmgóðu alrými.
Hjónasvíta með sér baðherbergi og góðum skápum. Eitt svefnherbergi til viðbótar + auka baðherbergi.
Út frá stofunni er góð verönd/svalir og möguleiki á sér garði eða einka þaksvölum. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Hægt er að fá sér merkt bílastæði með öllum íbúðum gegn aukagreiðslu, 5.000 evrur.
Aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi, en örstutt frá stöðum sem gaman er að heimsækja. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni. Draumaeign golfarans.

Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK:

Verð fyrir íbúð með 2 svefnh. + 2 baðh. frá 234.900 Evrur (ISK 35.200.000) + kostn. við kaupin.
Á sama stað er hægt að velja íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Verð frá 329.900 Evrur (ISK 49.400.000) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.

Íbúðirnar eru til afhendingar við kaupsamning og afsal.

Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
FASTEIGN Á SPÁNI - LJÚFUR LÍFSSTÍLL


Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

LO ROMERO
golfvöllurinn er í flokki vinsælustu golfvallanna á svæðinu. Hann er nokkuð nýlegur, opnaður árið 2008, og er því tæknilega vel hannaður. Fyrri 9. holurnar  falla nokkuð vel inn í náttúrulegt landslagið, en seinni 9. eru meira manngerðar og bjóða upp á ýmsar leiðir að glíma við.
Staðsetning og umhverfi vallarins er notaleg og falleg, gróið og stutt frá strandlengjum Costa Blanca og Costa Calida og er völlurinn umvafinn appelsínu og sítrónutrjám.
LO ROMERO er hannaður af þeim Jorge Gallén og Enric Soler, par 72 og um 6.060 metra langur. Hann reynir á fjölbreytta hæfileika kylfingsins og flestar kylfurnar í pokanum, og gerir það hann skemmtilegan og krefjandi, en samt þægilegan og gefandi.
Eftirminnilegasta hola vallarins er án efa 18. holan og og það er góð tilfinning í lok leiks að ná inn á eyjuna og heyra boltann rúlla ofan í holuna. Takist það ekki langar manni strax til að koma aftur og reyna við þessa holu á ný.


Eiginleikar: golf, útsýni, sameiginlegur sundlaugargarður, sér garður, þakverönd, air con, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, Lo Romero,
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Villamartin
SPÁNAREIGNIR - Villamartin
Spánn - Costa Blanca
64 m2
Hæð
322
564 þ.kr./m2
36.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - El Raso
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - El Raso
Spánn - Costa Blanca
80 m2
Fjölbýlishús
322
451 þ.kr./m2
36.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
99 m2
Fjölbýlishús
322
357 þ.kr./m2
35.300.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
102 m2
Fjölbýlishús
322
362 þ.kr./m2
36.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin