Fasteignaleitin
Skráð 3. des. 2025
Deila eign
Deila

Vallargata 6B

ParhúsAusturland/Seyðisfjörður-710
103.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
65.900.000 kr.
Fermetraverð
634.264 kr./m2
Fasteignamat
2.040.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Bjarni Blöndal
Bjarni Blöndal
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Sérinng.
Fasteignanúmer
2524691
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
50
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
3 - Risin bygging
Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163 netfang: bjarni@remax.is) kynnir 104 fm parhús í hjarta Seyðisfjarðar. Eina nýja íbúðarhúsnæðið sem er í boði á Seyðisfirði. Vistvænt timburhús á einni hæð. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, alrými (eldhús/stofa), baðherbergi, þvottaherbergi, forstofu og geymslu.

Húsið hentar vel sem orlofshús, starfsmannaíbúð eða íbúðarhúsnæði.

Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp.                                                                                                                                          
Alrými með stofu/borðstofu og eldhúsi.                                                                                                         
Eldhús með innréttingu frá Kvik, spanhelluborð og ofn í vinnuhæð, stálvaskur með einnar handar blöndunartækjum, gert ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél.                                   
Stofa með útgengt út á timburverönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með fataskápum.                                                                                        
Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta, vask innrétting og speglaskápur og vegghengt salerni.
Þvottaherbergi með flísum á gólfi, innrétting fyrir tvær vélar og vask.                                        
Geymsla með flísum á gólfi. Aðgengi að geymslunni er að utan og hentar því vel fyrir hjóla- og vagnageymslu.

Íbúðinni verður skilað fullbúinni með gólfefnum. Flísar verða á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi. Veggir íbúðarinnar eru málaðir í hvítum lit. Reykskynjarar, slökkvitæki og læstur lyfjaskápur fylgja íbúðinni.
Gangstétt framan við húsið er hellulögð, gróðurbeð grófjöfnuð, aðrir hlutar lóðar eru þökulagðir. Plan við inngang er hellulagt. Gert er ráð fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða og möguleika á tengingu við rafmagn fyrir bíla.
 
Helstu kostir eignarinnar:
Gott aðgengi fyrir alla,  hentar jafnt fjölskyldum, öldruðum og hreyfihömluðum.       
Orkusparandi nýbygging með gólfhitakerfi sem stýrir hverju herbergi, ofnalaus hönnun.  
Staðsetning er miðsvæðis á gamla fótboltavellinum, aðgangur að bænum á jafnsléttu.   
Sólpallur og útsýni - útgengt beint út á pall og garð með fjallasýn á rólegum stað.                 
Rúmgóð bílastæði - tvö bílastæði fylgja eigninni, annað þeirra eitt stórt fyrir hreyfihamlaða.          
Þriggja fasa lagnir tilbúnar á bílastæði fyrir hleðslustöð rafbíla.                                                      
Geymsla með aðgengi að utan - einfalt að komast í útibúnað án þess að fara inn í húsið.  

Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is. 
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 59.900.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vallargata 6A
Skoða eignina Vallargata 6A
Vallargata 6A
710 Seyðisfjörður
103.9 m2
Parhús
413
636 þ.kr./m2
66.040.000 kr.
Skoða eignina Austurvegur 1
Skoða eignina Austurvegur 1
Austurvegur 1
730 Reyðarfjörður
104.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
322
619 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Dalbraut 2C - Íb. 103
Dalbraut 2C - Íb. 103
780 Höfn í Hornafirði
80.5 m2
Fjölbýlishús
212
795 þ.kr./m2
64.000.000 kr.
Skoða eignina Austurvegur 1
Skoða eignina Austurvegur 1
Austurvegur 1
730 Reyðarfjörður
105.4 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
635 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin