Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 355 Reykjavík sími 5884477 kynnir: Ólafsbraut 60 (Ströndin) er komin á sölu. Þetta er glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum. Efri hæðin 37,7 fm og er hún eitt rými. Nýleg dökk eldhúsinnréttingin er með flísum á milli góðra skápa. Innbyggð uppþvottavél og ískápur fylga með og einnig er spanhelluborð í innréttingunni. Nýlagt parket er á gólfi og hæðin er björt og falleg.
Gengið er niður á neðri hæðina sem er 44,3 fm úr hringstiga og komið niður á parketlagt hol með góðum skápum. Úr því er gengið inn á rúmgott baðherbergi með flísum í hólf og gólf og hiti er í gólfi. Þá eru tvö rúmgóð herbergi bæði með parketi. Útgengi er af neðri hæðinni.
Húsið var allt tekið í gegn á sl tveimur árum. Það var klætt að utan með timbri, einangrað og skipt var um járn á þakinu og rennur. Báðar útihurðir eru nýjar og gluggar eru í góðu lagi. Frárennslisagnir eru nýlegar og aðrar lagnir í lagi samkv seljanda. Í húsinu er ljósleiðari.
Á lóðinni er snyrtilegt 9 fm smáhýsi með rafmagni og góðu aðgengi. Gæti nýst sem gistirými.G óður sólpallur er við suðurhlið hússins og útiljós á húsinu er stýrð með fotosellu. Við húsið er rúmgott bílastæði. Gott útsýni er út á sjóinn og fjallahringinn. Húsið lítur mjög vel út utan sem innan. Lóðin er samkv HMS alls 748 fm. Þetta er tilvalin eign sem orlofshús. Verð kr 47,8 millj.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718 psj@simnet.is Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.