Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna: Glæsileg og einstaklega vel skipulögð 124,1 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með 50 fm sólpall og skjólveggjum í nýlegu lyftuhúsi við Bjarkarholt 25 í miðbæ Mosfellsbæjar. Rúmgott bílastæði í bílageymslu með hleðslustöð. Einnig eru sameiginlegar hleðslustöðvar á lóð.Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús og stofu/borðstofu og tvö rúmgóð svefnherbergi. Sérgeymsla í kjallara. Sérafnotareitur í suðurátt. Frábær staðsetning í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.
Eignin er í heild skráð 124,1 fm skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er íbúð 113,4 fm og geymsla 10,7 fm. - Falleg innkoma í íbúð og frábært skipulag.
- Glæsilegar vandaðar innréttingar.
- Vegghengdir skápar í alrými fylgja.
- Stór sólpallur með skjólveggjum út af stofu.
- Björt íbúð með glugga á 3 hliðar.
- Viðhaldslítið nýlegt fjölbýli með lyftu í bílageymslu.
Allar nánari uppl. veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing:Forstofa - Rúmgóð og björt með fataskáp að lofti, skóskáp sem fylgir og fatahengi. Gólfsíðir bjartir gluggar og harðparketi á gólfi.
Eldhús - Með fallegri vandaðri innréttingu og eyju. Í innréttingu er ofn, helluborð, innbyggð uppþvottavél og vifta. Tvöfaldur ísskápur sem fylgir. Gott vinnupláss.
Stofa/borðstofa - Rúmgóð, björt með gólfsíðum gluggum. Vegghengdir skápar í borðstofu og stofu í stíl við innréttingar fylgja eigninni. Harðparketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á stórann c.a 50 fm skjólgóðann sólpall með skjólveggjum sem snýr í suðurátt.
Hjónaherbergi - Fataskápar sem ná að lofti og kommóða í stíl við fataskápa fylgir eigninni. Harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi/ barnaherbergi - Með fataskáp og innréttingum á vegg í sama við sem fylgja. Harðparketi á gólfi.
Baðherbergi - Stórt rúmgott, er flísalagt og með sturtu, innréttingu, vegghengdu salerni og handklæðaofn. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara sem hægt væri að setja hurð fyrir. Gluggi á baðherbergi.
Innréttingar, ljós og gólfefni: Vandaðar dökkar innréttingar í allri íbúðinnim fataskápar eru að loftum. Innihurðar eru hvítar yfirfelldar. Gardínur í alrými/ stofu og anddyri tóna vel við innréttingar og liti og fylgja eigninni. Ljóskastarar í alrými stofu fylgja eigninni. Vandað harðparket á öllum rýmum íbúðarinnar að undanskildu baðherbergi þar sem eru flísar.
Geymsla - Sérgeymsla sem er skráð 10,7 fm er í kjallara.
Sameign: Mjög snyrtileg sameign, flísar á anddyri 1. hæðar. Lyfta niður í sameign þar sem er mjög gott sameiginlegt geymslurými. Stór sameiginleg hjólageymsla fyrir Bjarkarholt 25 og önnur sér geymsla fyrir hús nr 25.
Eigninni fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í bílageymslu er hraðhleðslustöð við bílastæði íbúðar.
Samantekt og nánasta umhverfi:Virkilega vel skipulögð eign með góðu stofurými og stórum afgirtum sólpalli sem snýr í suður. Örstutt er í alla þjónustu, verslarnir, skóla og leikskóla.
Eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.