Domusnova kynnir byggingarlóð að Norðlingabraut 6. Frábær staðsetning, skipt hefur verið um jarðveg og gatnagerðargjöld greidd af 4200m. Um er að ræða að selja lóðina ásamt fullbúinni byggingu í samráði við kaupanda. Myndir eru tölvuteikningar af hugsanlegum byggingum á lóðinni en engar byggingar eru á lóðinni nú.Lóðin er á góðum stað í Norðlingaholti, við helstu stofnæð höfuðborgarsvæðisins, en um er að ræða síðustu óbyggðu atvinnuhúsalóðina á svæðinu.
Stærð lóðarinnar er 6.076fm, nýtingarhlutfall er 0,7 og byggingarmagn er 4.253fm. á 1-3 hæðum.
Skipt hefur verið um jarðveg á lóðinni og hafa gatnagerðargjöld verið greidd (4200fm) en önnur gjöld s.s. tengigjöld og úttektargjöld greiðast af kaupanda þegar við á.
Fyrir liggur samþykkt byggingarleyfisumsókn vegna staðsteyptrarar verkstæðisbyggingu fyrir réttinga- og sprautuverkstæði, nýr aðili getur haft áhrif á útlit og hönnun húsnæðisins í samráði við lóðarhalfa og fær húsið afhent fullbúið og tilbúið til notkunar. Myndir af húsum sem sjást eru tillögur/hugmyndir en ekki endanleg hönnun sem gerð verður í samráði við kaupanda.
Lóðin er á svæði AT3 samkvæmt aðalskipulagi en um það gildir:
Athafnasvæði (AT) Svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun svo sem léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra á lóðum eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður. (gr. 6.2.e. í skipulagsreglugerð). Íbúðir, hótel og gististaðir eru ekki heimil á athafnasvæðum í Reykjavík. Smásöluverslun er almennt ekki heimil á athafnasvæðum, nema það sé sérstaklega tilgreint í sérákvæðum fyrir viðkomandi athafnasvæði og þá einkum rýmisfrek verslun. Óheimilt er að veita leyfi til rekstrar nýrra matvöruverslana á athafnasvæðum. Skrifstofur sem tengjast grunn starfsemi athafnasvæða, sbr. skipulagsreglugerð, eru heimilar.
AT3. Gylfaflöt, Smálönd, Norðlingaholt Fyrst og fremst léttur iðnaður, sem ekki hefur í för með sér mengun, verkstæði, umboðs- og heildverslanir, skrifstofur tengdar umræddri starfsemi, þjónusta og rýmisfrek verslun, svo sem bílasölur.
Nánari upplýsingar veita:Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.isSkrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.