Byr fasteignasala kynnir í einkasölu VORSABÆ 3A, geymsla nr. 12. Geymsla í geymsluhúsnæði sunnan við Hveragerði.
EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR FLJÓTLEGA.
ÁHVÍLANDI VSK-KVÖÐ ER Á EIGNINNI OG MIÐAST SÖLUVERÐ VIÐ YFIRTÖKU Á VSK-KVÖÐ.Frágangur utanhúss:Húsið eru uppbyggt með einangruðum forsteyptum einingum frá Steypustöðinni/Loftorku. Yfirborð útveggja að utan er slétt pússuð/mótaáferð. Birt stærð 44.9 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Geymslan á hlutdeild í sameign og lóð.
Þak er einingaþak frá Kingspan. Bílaplan er malbikað. Engin skilgreind bílastæði eru á lóðinni.
Gönguhurð og gluggi fyrir ofan eru úr PVC plasti, hvítt að lit. Innkeyrsluhurð 2,8m á breidd og 2,8 m á hæð, Liftmaster mótor. Gólfflötur er u.þ.b. 5,5 á breidd og u.þ.b. 7,23 á dýpt. Hæð er innst u.þ.b. 4,3 og fremst u.þ.b. 3,4.
Girðing er á lóðamörkum og rafmagnshlið með farsímastýringu við aðkomu ásamt gönguhliði. 24 geymslurými/bílskúrar eru í húsinu. Húsið stendur á skilgreindu athafnasvæði sunnan við Þjóðveg 1.
Frágangur innanhúss:Milliveggir og útveggir að innan eru slétt pússuð/mótaáferð. Veggir eru ósparslaðir en hvítmálaðir með tveimur umferðum.
Lofteiningar eru hvítar að innan og límtrésbitar eru ómeðhöndlaðir. Gólf er demantsslípað og lokað með epoxy 500 gólf með lit.
Sér rafmagnsmælir er fyrir geymslurýmið. Tengitafla er í geymslurýminu. Raflagnir eru utanáliggjandi, þriggja fasa tenglill.
Miðstöðvarofn er í rýminu, hitalagnir eru utanáliggjandi. Tenging fyrir heitt og kalt neysluvatn. Gólfniðurfall, stútur/tenging í gólfi fyrir handlaug og aukastútur/tenging í gólfi fyrir salerni.
Loftræsting: Opnanlegur gluggi er fyrir ofan gönguhurð og ferskloftsventli (innloft) fyrir ofan glugga og útloftsventli með viftu.
Brunavarnir: Steyptir veggir eru á milli notaeininga sem uppfylla allar kröfur um brunavarnir.
Áhvílandi virðisaukaskattskvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku kaupanda á virðisaukaskattskvöð.
Kaupandi yfirtekur virðisaukaskattskvöð þ.e. leiðréttingarskylda vegna eftirstöðva tímabils samkvæmt 14. gr. Reglugerðar nr. 192/1993, að fjárhæð u.þ.b. kr. 1.700.000,-. Um er að ræða geymslu á vinsælum stað rétt sunnan við Hveragerði á lokuðu athafnasvæði. Ýtið hér fyrir staðsetningu.