Skráð 22. sept. 2022
Deila eign
Deila

Djáknavegur 13

SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
54 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
42.900.000 kr.
Fermetraverð
794.444 kr./m2
Fasteignamat
19.800.000 kr.
Brunabótamat
32.500.000 kr.
Byggt 2005
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2288703
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Fasteignasala hefur ekki verið bent sérstaklega á galla á eigninni.
Kvöð / kvaðir
Stofnskjal lóðar, sjá skjal nr. 433-X-000276/2004. 
Lóðarleigusamningur, sjá skjal nr. 433-X-001243/2004. Lóðin er leigð til 25 ára, frá 15.mars 2004.
Kvöð, sjá skjal nr. 433-A-000000Q-344. Kvöð um friðlýsingu fornleifa
Lóðarleiga, girðingarviðhald, vegaviðhald og sorpgámar fyrir árið 2022 er kr. 135.675

**Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, aðstoðarmaður fasteignasala, teddi@fastmos.is eða 690-8040**

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög fallegt og vel skipulagt sumarhús við Djáknaveg 13 í Úthlíð. Eignin er skráð 53,8 en auk þess er svefnloft, gestahús og geymsluskúr sem er ekki inni í fermetratölunni. Eignin stendur á 4.035 m2 leigulóð.
Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, svefnloft, stofu, eldhús og krakkahús. Gestahús skiptist í svefnherbergi og baðherbergi. Góð geymsla er á milli húsana. Húsið stendur á fallegum stað í grónu skógi vöxnu landi. Glæsilegt útsýni. Stór timburverönd með heitum potti. Rafmagnshlið er inn á svæðið.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent.

Forstofa
er með flísum á gólfi.
Stofa er í björtu rými með mikilli lofthæð og parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á stóra timburverönd með heitum potti.
Eldhús er með hvítri L-laga innréttingu með viðarborðplötu. Í innréttingunni er ofn, helluborð, uppþvottavél og ísskápur.
Svefnherbergi 1 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnloft er ca. 20 m2 en er að hluta til undir súð.
Baðherbergi er flísalagt. Á baði er innrétting, vegghengt salerni, handklæðaofn og sturtuklefi. Úr baði er gengið út á timburverönd.

Gestahús:
Svefnherbergi
er með parketi á gólfi og litlu geymslulofti. 
Baðherbergi er flísalagt og með vegghengdu salerni.

Geymsluskúr tengir húsin. Á lóðinni sem er falleg og gróin er krakkahús, jarðaberjaplöntur og eplatré. Húsið er byggt á árunum 2004-2005 og hefur skv. seljanda fengið gott viðhald. Úthlíðar sumarhúsasvæðið er lokað með öryggishliði. Hitaveita er í húsinu og gestahúsinu. Stutt er í 3 golfvelli, Geysi, göngu- og útivistarsvæði. Ca. 15 mín akstur í Flúðir og Laugarvatn. Gagnaveitan.is er á svæðinu. 


Verð kr. 42.900.000,-

Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.
Einnig er hægt að ná í Svanþór í síma 698-8555, svanthor@fastmos.is,Sigurð í síma 899-1987, sigurdur@fastmos.is og Theodór í síma 690-8040, teddi@fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Mosfellbæ.  Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Fasteignasölu Mosfelsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar á Facebook


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
806
73
44,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache