Fasteignaleitin
Skráð 2. des. 2024
Deila eign
Deila

Sunnusmári 28

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
92.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
75.900.000 kr.
Fermetraverð
820.541 kr./m2
Fasteignamat
69.250.000 kr.
Brunabótamat
47.950.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2018
Þvottahús
Lyfta
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2366801
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
6
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
8
Vatnslagnir
Nýlegt, hús byggt 2018
Raflagnir
Nýlegt, hús byggt 2018
Frárennslislagnir
Nýlegt, hús byggt 2018
Gluggar / Gler
Nýlegt, hús byggt 2018
Þak
Nýlegt, hús byggt 2018
Svalir
Já, til vesturs.
Lóð
1,37
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega, bjarta og vel skipulagða 92,5fm, 3ja herbergja útsýnis íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi byggt 2018. eignina Sunnusmári 28, 201 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 04-08, fastanúmer 236-6801 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin skiptist í rúmgott anddyri með tvöföldum fataskáp, 2 rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, rúmgott og opið alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu, útgengt út á rúmgóðar sólríkar svalir. Baðherbergi er rúmgott með sturtu og góðri innréttingu með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. 2 geymslur, önnur innan íbúðar með hillum, hin í kjallara. Íbúðin er afar vel staðsett  í suð-vestur enda hverfisins með opnu og óskertu útsýni til vesturs. Stórkostlegt útsýni út á Snæfellsjökul þegar skyggni leyfir. Húsið er álklætt og ál-tré gluggar og því viðhaldslítið, allir innveggir eru hlaðnir

Smellið hér til að sjá videó þar sem gengið er um íbúðina.

Allar innréttingar (að undanskilinni þvottavélainnréttingu) eru frá Cubo Design (Miton/TLK) sem er ítalskur framleiðandi. Mynddyrasími með GSM-tengingarmöguleika. Cat5e strengur er dregin í og tengdur í alrými og hvert íveruherbergi. Ljósleiðari frá Mílu og Gagnaveitunni er tilbúinn til notkunar í smáspennuskáp íbúðar. Frábær og afar vinsæl staðsetning í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi sem er nútímalegt borgarhverfi þaðan sem stutt er í þjónustu verslana og aðra þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld. 

Bókið skoðun Hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is

Eignin Sunnusmári 28 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 236-6801, birt stærð 92.5 fm, þar af er geymsla í kjallara 7,9fm. Fasteignamat fyrir 2025 skv. HMS er 71.700.000kr.

Nánari lýsing:

Anddyrir: Rúmgott með tvöföldum fataskáp.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Geymsla/búr: Innan íbúðar. Upphengdar hillur. Gott geymslupláss. Möguleiki á að vera með auka ísskáp/frysti td.
Alrými: Rúmgott með samliggjandi eldhúsi og stofu. 
Eldhús: Ljós innrétting með efri og neðri skápum. Ofn í vinnuhæð, háfur, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél ásamt innbyggðum ísskáp með frysti. Eldhústæki eru af gerðinni Electrolux.
Stofa: Opin og björt, samliggjandi eldhúsi. Fallegt útsýni til vesturs út um gólfsíða stofuglugga. Útgengt út á sólríkar vestur svalir.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfiog hluta veggja. Innangeng sturta með glerskilrúmi, handklæðaofn, innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, upphengt klósett ásamt baðinnréttingu með skúffum, innfelldum vask og efri speglaskáp.
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, 7,9fm.

Bílastæði: Sameiginleg bílastæði fyrir framan aðalinngang.
Sameign: Teppi á stigagöngum. Falleg-, nýleg-, og velumgengin sameign. Lyfta í húsinu.

Falleg og vel hönnuð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi í 201 Smára sem er sérlega vel staðsett hverfi í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins þar sem stutt er í stofnbrautir og örstutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í Smáralind. Þá stutt er í leik og grunnskóla, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fastm.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/04/201946.750.000 kr.49.900.000 kr.92.5 m2539.459 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sunnusmári 23
Bílastæði
Opið hús:05. des. kl 17:15-17:45
Skoða eignina Sunnusmári 23
Sunnusmári 23
201 Kópavogur
79.6 m2
Fjölbýlishús
312
916 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 26
Bílastæði
Opið hús:04. des. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Sunnusmári 26
Sunnusmári 26
201 Kópavogur
79.6 m2
Fjölbýlishús
312
941 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Þorrasalir 5-7
3D Sýn
Bílastæði
Opið hús:05. des. kl 17:15-17:45
Skoða eignina Þorrasalir 5-7
Þorrasalir 5-7
201 Kópavogur
95.5 m2
Fjölbýlishús
312
774 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Gullsmári 9
Bílskúr
Opið hús:05. des. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Gullsmári 9
Gullsmári 9
201 Kópavogur
106 m2
Fjölbýlishús
211
707 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin