Fasteignaleitin
Skráð 9. sept. 2025
Deila eign
Deila

Egilsstaðir 1

Jörð/LóðSuðurland/Selfoss-803
141313.9 m2
12 Herb.
8 Svefnh.
5 Baðherb.
Verð
245.000.000 kr.
Fermetraverð
1.734 kr./m2
Fasteignamat
1.375.000 kr.
Brunabótamat
222.530.000 kr.
ÆD
Ævar Dungal
Þvottahús
Garður
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2201189
Húsgerð
Jörð/Lóð
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Vatnslagnir
endur nýjað að hluta
Raflagnir
ágæt
Frárennslislagnir
endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
ágæt
Þak
ekki vitað
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
rafmagn
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Einstakt tækifæri
Til sölu glæsileg jörð stutt frá Selfossi sem býður uppá ótal marga möguleika tengdir hestum, ferðaþjónustu og veiði. Óskert útsýni yfir Þjórsá, góð staðsetning, mjög góður húsakostur og mjög gott landbúnaðarland, laxveiðiréttindi og önnur hlunnindi, deiliskipulag liggur fyrir.
Jörðin er samtals 147,3 ha að stærð og liggur á bökkum Þjórsár. Landamerki liggja að öðru leyti með vegi, girðingum eða skurðum. Jörðin er lögbýli. Það er mjög stutt í skóla en einnig stutt í leikskóla.
Á jörðinni er gamalt en mikið endurnýjað íbúðarhús auk þriggja sumarbústaða til útleigu. Einnig er frábær húsakostur til rekstrar hestatengdrar ferðaþjónustu, en slík er á staðnum og hefur verið í fullum rekstri sl. sumur. Að auki eru fleiri útihús í ágætis ásigkomulagi sem geta nýst undir annan rekstur.
Jörðin býður uppá fjölmarga möguleika tengdir hestum, ferðaþjónustu og veiði. Laxveiðiréttindi í Þjórsá, 2 net og tvær stangir - heillandi náttúra í kring, deiliskipulag fyrir fleiri sumarbústaði og annað íbúðarhús liggur fyrir. Jörðin hentar einnig til landbúnaðar, 16 ha eru ræktað land en annað er aðallega grasgefið mólendi, frábær hagabeit, vatn í öllum hólfum og mikið girt.
Um er ræða tæp 150 ha jörð á bökkum Þjórsár.
 
-      Óskert útsýni yfir Þjórsá/á Eyjafjallajökul
-      Gott aðgengi, 70 km frá Reykjavík
-      Mjög stutt í skóla, einnig stutt í leikskóla
-      Flott staðsetning fyrir ferðaþjónustu og góður húsakostur
-      Deiliskipulag fyrir fleiri hús liggur fyrir
-      Gott landbúnaðarland
-      Frábær hagalönd, grasgefið og vatn í öllum hólfum, mikið girt
-      Mjög góð aðstaða fyrir rekstur tengdan hestum
-      Margir möguleikar til uppbygginga
-      Skemmtilegar göngu- og reiðleiðir
-      Veiðiréttindi
-      Sandnáma á bökkum Þjórsár
-      Á staðnum er rekin ferðaþjónusta (gistingu og hestaferðir) og getur í kaupum fylgt mestallur búnaður fyrir reksturinn auk heimasíðu og viðskiptavildar.
 
Jörðin:
Jörðin er samtals 147,3 ha að stærð, þar af eru 16 ha ræktað land, þar af 3 ha nýrækt. Annars er aðallega um mólendi að ræða. Landið liggur meðfram Þjórsá og afmarkast að stórum hluta með Urriðafossvegi nr. 302, en að öðru leyti með girðingum eða skurðum. Flestar girðingar eru nýlegar. Jörðinni fylgja veiðiréttindi í Þjórsá og eru þar helst lax og sjóbirting að finna. Einnig er sandnáma á jörðinni, en hún er í sameign með öðrum jörðum. Jörðin er lögbýli.
 
Íbúðarhús:
Um er að ræða íbúð 164 m2  en elsti hluti var byggður árið 1936. Húsið er úr timbri á steyptum sökkli. Húsið er klætt með bárujárni. Húsið hefur verið mikið endurnýjað upp úr 2003, og fékk þá m.a. nýjar vatnslagnir, nýja rotþró og nýjan rafmagnsstofn. Húsið hefur verið haldið vel við síðan þá. Ljósleiðaratenging er fyrir hendi. Þakið var endurnýjað árið 2019. Þá er gamall skorsteinn í húsinu.
Húsið telur dúklagða forstofu með fatahengi og fataskáp með spegilhurðum og ræstiskáp með innbyggðum ræstivask, flísalagt baðherbergi með baðkari, dúklagt eldhús með þokkalegri innréttingu en nýrri borðplötu og nýlegum tækjum, parketlagða stofu, innaf stofunni er parketlagt herbergi. Í eldhúsi, stofu og herberginu er panill á veggjum og hvítar loftaplötur. Úr forstofu leiðir brattur timburstigi uppá efri hæðina, en þar eru tvö herbergi, þar eru bæði veggir og loft panilklædd. Úr forstofu er einnig gengið niður teppalagðan steyptan stiga, á millihæð er dúklagt og panilklætt þvottahús og er þar bakinngangur, en á neðri hæð er parketlagt hol, tvö teppalögð herbergi með veggfóðri á veggjum, dúklagt baðherbergi með sturtu og nýlegur glerskáli. Í glerskála er Linoleumparket á gólfi. Úr glerskála er gengið út á nýlegan rúmlega 20 m2 stóran pall og er þar 8-manna  rafmagnspottur. Nýleg drenlögn er meðfram öllu húsinu nema á stuttum bút. Fyrir neðan húsið er hellulögð stétt. Rafmagns kynding. Stór hitakútur fyrir neysluvatn.
 
Aðrir íverustaðir:
Við íbúðarhúsið eru að finna nokkur minni hús, öll úr timbri.
 
Óskráð:
Fyrir framan hús er lítið óeinangrað bjálkahús með svefnpláss fyrir 2. Einungis hægt að nota að sumri til. Í því er rafmagn.
 
Fyrir neðan íbúðarhúsið er sexhyrndur garðskáli á steyptum sökkli. Nýtt þak og nýjir gluggar, rafmagn.
 
Skráð í fasteignaskrá:
Nálægt íbúðarhúsi eru þrjú færanleg sumarhús sem fylgja með í kaupum. Þessi sumarhús eru í útleigu til ferðamanna.
 
1.     Sumarhús byggt árið 2006 úr timbri, 22,2 m2. (í fasteignaskrá: merking 16)
Húsið er á þykkum steyptum undirstöðum. Að utan er húsið klætt liggjandi timburklæðningu, bárujárn er á þakinu.
Húsið telur stofu með uppteknu lofti og lítilli eldhúsinnréttingu, svefnherbergi með innbyggðum kojum, baðherbergi með klósetti, vaski og sturtu og 12 m² stórt svefnloft. Í stofu og svefnherbergi er mjög vandaður smellukorkur á gólfinu, en á svefnlofti og í baðherbergi er gólfdúkur. Veggir og loft í húsinu eru öll panilklædd. Í húsinu eru vandaðir gluggar með tvöföldu gleri og rúllumyrkvunargardínum.
Í húsinu er rafmagnskynding, en hitakútur fyrir heita vatnið.
Við húsið er 5 m² timburpallur.
 
2.     Gestahús byggt árið 2007, 14,9 m2. (í fasteignaskrá: merking 17)
Húsið er úr timbri og klætt standandi timburklæðningu, bárujárn á þaki. Við húsið er lítill timburpallur. Húsið telur panilklætt aðalrými með lítilli elshúsinnréttingu með vaski og efri og neðri skáp. Í rýminu er pláss fyrir tvö gestarúm og lítið borð með stólum. Rúllugardínur. Dúkur á gólfi. Einnig er lítið dúklagt baðherbergi með klósetti, vaski og sturtu. Í húsinu er rafmagnskynding, vatnskútur. Húsið er tengt rotþró íbúðarhúss.
 
3.     Ferðaþjónstuhús byggt árið 2015, 40,5 m2. (í fasteignaskrá: merking 18)
Húsið er úr timbri og klætt liggjandi timburklæðningu, bárujárn á þaki. Verönd er með tveim hliðum hússins. Húsið telur opið rými með eldhúsinnréttingu með vaski, eldavél og gufugleypi, bakaraofni, ískáp og neðri og efri skápum, en veggir þess eru panilklæddir upp undir glugga, tvö svefnherberi fyrir tvö rúm hvert, og smekklega innréttað og dúklagt baðherbergi með vaski, klósetti og sturtu. Harðviðarparkett á gólfum herbergja og almenna rýmis. Rúllugardínur. Rafmagnskynding, hitakútur fyrir heita vatnið.
 
Sameiginleg rotþró er fyrir bústaðina 1. og 3.
 
 
Útihús:
Húsakostur er góður. Um er að ræða stóra steypta skemmu við íbúðarhúsið, garðávaxtageymslu, sambyggð hesthús og fjárhús sem standa fjær. Þessi hús eru öll steypt og með járni á þaki og flest í góðu ásigkomulagi.
 
Við húsið er 112,3 m2 vélaskemma byggð árið 1943 (í fasteignaskrá: hlaða, merking 08). Vélaskemman er steypt og einangruð á tveimur hliðum. Vegghæð er ágæt. Stór rennihurð er á gafli skemmunnar. Steypt gólf. Einangrun í lofti. Við skemmuna er sambyggt fjós, hlaðið úr steyptum steinum, byggt árið 1943 (í fasteignaskrá: merking 05), en það er í ónothæfu ástandi. Fyrir aftan fjósið er 25,2 m2 hænsnahús, klætt bárujárni, sem er einnig sambyggt fjósinu (í fasteignaskrá: merking 07, geymsla). Það sér verulega á þessum húsum að utanverðu og bárujárnið á þökum gamalt og að hluta til mjög lúið.
 
Ofar við veginn fjær íbúðarhúsinu er 216 m2 steypt kartöflugeymsla byggð árið 1985 (í fasteignaskrá: merking 13, garðávaxtageymsla). Hún skiptist annars vegar í geymsluna sjálfa sem er niðurgrafin á þremur hliðum, með flötu þaki, og hins vegar í pökkunarrými sem einnig er steypt með einangruðu járnklæddu timburþaki. Steypt gólf. Stór innkeyrsluhurð er á gafli. Mikil lofthæð í fremra rými og er þar að hluta til milliloft úr timbri. Í rýminu er inntak fyrir aðra rafmagnsstofn. Fyrir framan er steypt plan, sem er orðið gróft og rifið en nýtist eflaust vel.
 
 
 
Skráð í fasteignaskrá eru svo 305,1 m2( samkvæmt eiganda er stærð 205 m2 ) fjárhús byggt árið 1956 (merking 06), 96 m2 svínahús byggt árið 1988 (merking 14) og 185,8 m2 svínahús byggt árið 1999 (merking 15). Tvö húsanna standa samhliða með litlu bili en þriðja húsið er tengibygging við annan enda húsanna. Húsin eru steypt og klædd með járni að utan. Húsin er innréttuð sem hesthús með stórum stíum með steyptum milliveggjum. Undir húsunum er haugkjallari. Einangrað þak með stórum gluggum. Loftklæðningin er skemmd á nokkrum stöðum. Tengibyggingin er steypt og er þar mjög snyrtileg og stór upphituð hnakkageymsla með dúk á gólfi. Úr hnakkageymslu er innangengt í lítið fjárhús sem er óeinangrað timburhús.
 
Fyrir ofan hesthúsið er stórt gerði, en fyrir neðan er sandborinn reiðvöllur. Lítil hólf fyrir reiðhesta eru girt af og öll aðstaða fyrir hendi til að reka hestaleigu.
 
Við hesthúsið er einnig hringgerði úr timbri, 14 m í þvermál.
 
Við hesthúsin er einnig að finna aðstöðu-/þjónustuhús úr tveim gámaeiningum með tengibyggingu úr timbri við endann (í fasteignaskrá: merking 19).  Það er samtals 39,9 m2 að stærð, með hallandi þaki úr bárujárni. Verið er að vinna í því að klæða húsið að utan og efnið til staðar. Gámunum er skipt þannig að vestanmegin er gengið inn í lítið rými með inngangi og gestasalerni, austanmegin er gengið inn í fullbúna íbúð með forstofu, eldhúsi með eldhúsinnréttingu, eldavél, bakaraofn, uppþvottavél og vaski, baðherbergi með klósetti, vaski og sturtu og er þar pláss fyrir þvottavél, og tveim svefnherbergjum. Gólf í baðherbergi er dúklagt og vínilparket í anddýri, eldhúsi og svefnherbergjum. Rafmagnskynding og vatnskútur fyrir heitt vatn.
 
 
Deiliskipulag:
Fyrir liggur fullunnið og samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir nýtt íbúðarhús og fjórum frístundahúsum alls að 120 m2 hvert ásamt aukahúsi 30 m2 að stærð. Einnig er gert ráð fyrir reiðskemmu, skeiðvöll og reiðstíga.

Allar uppl, Ævar Dungal Löggiltur fasteignasali sími  897-6060 / dungal@aves.is og 
Christiane L. Bahner
Lögmaður
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur þýðandi íslenska-þýska
 
Vestri-Garðsauka
IS - 861 Hvolsvöllur
+354 867 3440 - christiane@simnet.is

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 58.475,-
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1947
25.2 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
311.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
311.000 kr.
Brunabótamat
2.040.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1999
185.8 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Steypt
Húsmat
8.460.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
8.460.000 kr.
Brunabótamat
31.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2007
14.9 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.135.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.135.000 kr.
Brunabótamat
3.940.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1956
305.1 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
4.910.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
4.910.000 kr.
Brunabótamat
19.800.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
39.9 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Stál
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
1 - Samþykkt
Fasteignanúmer
2201189
Húsmat
1.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2015
40.5 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
13.000.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
13.000.000 kr.
Brunabótamat
22.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1936
164 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
24.050.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
24.050.000 kr.
Brunabótamat
65.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1943
92 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.695.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.695.000 kr.
Brunabótamat
11.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1985
216 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
9.140.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
9.140.000 kr.
Brunabótamat
34.000.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2006
22.2 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
3.190.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
3.190.000 kr.
Brunabótamat
10.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignanúmer
2201189
Húsmat
1.410.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.410.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
140000 m2
Fasteignanúmer
2201189
Húsmat
2.660.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.660.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1943
112.3 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.925.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.925.000 kr.
Brunabótamat
7.750.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1988
96 m2
Fasteignanúmer
2201189
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
3.760.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
3.760.000 kr.
Brunabótamat
13.950.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin