RE/MAX & SALVÖR ÞÓRA Lgf. & HAUKUR HAUKSSON Lgf. kynna:Virkilega falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með fallegu útsýni og sér inngang í góðu lyftuhúsi að Mosagötu 15, Garðabæ.
* Sér inngangur í íbúð fyrir ofan hús og sameiginlegur inngangur í stigahús fyrir neðan hús.
* Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu
* Lyftuhús
* Þvottahús innan íbúðar
* Fallegt útsýni yfir byggðina til suðurs og vesturs.** SMELLIÐ HÉR til að bóka tíma í einkaskoðun **
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **** SMELLTU HÉR og skoðaðu HÚSIÐ í 3-D, þrívíðu umhverfi.**Mosagata liggur hátt í Urriðaholti með fallegu útsýni og í góðri nálægð við falleg útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Mosagatan liggur einnig næst Urriðaholtsskóla en skólinn starfar á tveimur skólastigum, leik- og grunnskólastigi. Golfvöllur er steinsnar frá sem og ýmsar verslanir og þjónusta. Fallegar gönguleiðir og miklir útivistarmöguleikar í nágrenninu, m.a. Urriðavatn og Heiðmörk.
Allar nánari upplýsingar veita: Salvör Þóra, lgf, í s. 844-1421 eða salvor@remax.is
Haukur Hauks, lgf í s. 699-2900 eða haukur@remax.is Eignin er skráð 93,5 fm samkvæmt HMS og samanstendur af anddyri, eldhúsi, borðstofu, stofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi, suðursvölum ásamt stæði í bílageymslu (merkt 03B26) og sér geymslu á sömu hæð (7,3 fm - merkt 208). Sér inngangur er í íbúðina að ofanverðu og sameiginlegur inngangur í húsið að neðanverðu. Sameiginlegur garður umlykur húsið og er góð aðkoma að húsinu að ofan verðu og sameiginleg bílastæði að neðan verðu.
** SMELLTU HÉR og skoðaðu HÚSIÐ í 3-D, þrívíðu umhverfi.**Nánari lýsingInngangur: Sér inngangur er í íbúð að ofanverðu og sameiginlegur inngangur að neðanverðu.
Anddyri: Bjart anddyri með hvítum fataskáp með hvítri/spegla hurðum, hljóðdempandi veggplötu og flísum á gólfi.
Alrými: Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í björtu og góðu alrými með útsýni og þaðan er farið út á góðar suðursvalir. Alrýmið tengir saman öll rými íbúðarinnar.
Eldhús: Nýleg ljós, viðar innrétting með hvítum efri skápum með góðu borðplássi, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð, keramik eldavél, viftu, ljósi undir efri skápum
Þvottahús: Sér þvottahús er innaf eldhúsi og er með hvítri skúffueiningu undir þvottavél og þurrkara og hvítum efri skápum, handklæðaofni, vask, þvottasnúrum og glugga með opnanlegu fagi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með hvítum fataskáp með einni speglahurð,
Barnaherbergi: Rúmgott og bjart með hvítum fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf að mestu. Hvít baðinnrétting með huggulegum spegli með LED baklýsingu. Sturta með stórum sturtubotn og svo til gólfsíðu sturtugleri, upphengt salerni og handklæðaofn.
Innihurðar: Yfirfelldar hurðar frá BYKO
Innréttingar: Vandaðar HTH innréttingar í eldhúsi og baði.
Gólfefni: Harðparket og flísar á votrýmum.
Geymsla:
Garður: Sameiginlegur garður umhverfis húsið.
Bílastæði: Sérmerkt stæði í bílageymslu (merkt 03B26).
Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir.Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.Allar nánari upplýsingar veita: Salvör Þóra, löggiltur fasteignasali í síma
844-1421 eða á netfangið
salvor@remax.is Haukur Hauksson, löggiltur fasteignasali í síma
699-2900 eða á netfangið
haukur@remax.is -----------------------------------------------------------------
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.-----------------------------------------------------------------
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.-----------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk