Fasteignaleitin
Skráð 24. maí 2023
Deila eign
Deila

Fjölskylduhús við Þingvallavatn

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
229.3 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
62.200.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2317709_1
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Steypa / Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt (2020)
Raflagnir
Upprunalegt (2020)
Frárennslislagnir
Upprunalegt (2020)
Gluggar / Gler
Upprunalegt (2020)
Þak
Upprunalegt (2020)
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timbursvalir ( c.a. 80 m2)
Lóð
100
Upphitun
Varmadæla (Rafmagn) - Hiti í gólfi
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Hafið samband og bókið tíma fyrir skoðun hjá Aðalsteini í síma 773-3532 eða adalsteinn@domusnova.is, eða hjá Margréti í síma 856-5858 eða margret@domusnova.is

DOMUSNOVA fasteignasala kynnir til sölu nýlegt og sérlega glæsilegt sumar/heilsárs fjölskylduhús í landi Nesja við Hestvík með stórbrotnu útsýni yfir Þingvallavatn. Um er að ræða myndarlegt og reisulegt hús sem er alls 229,30 m2 að stærð og er á tveimur hæðum. Húsið hefur nýlega verið innréttað og hannað að innanverðu á einstaklega smekklegan máta með efnisvali frá Tengi, Birgisson, Ebson, S.Guðmundson og Granítsmiðjunni. Húsið er steinsteypt á neðri hæð en byggt með trébjálkum á efri hæð. Steypt plata er á milli hæða og gólfhiti er í húsinu öllu. Alls eru 4-5 svefnherbergi í húsinu ásamt tveimur baðherbergjum og annað þeirra með saunu. Á efri hæð er afar stórt alrými sem rúmar bæði stóra stofu og borðstofu og er opið inn í virkilega smekklegt eldhús með eldunareyju. Útgengi er bæði úr stofu og eldhúsi á stóra svalaverönd. Að auki er á efri hæðinni svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi ásamt garðstofu/ með útgengi í garð. Fallegur upplýstur stigi er á milli hæða og á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi ásamt fallegu baðherbergi er með saunu og tveimur sturtum. Einnig er á neðri hæð bátaskúr með tvöfalldri útihurð, lagnarými/þvottahús og rúmgóð forstofa. Húsinu fylgir svo 11500 m2 (1,15 ha) eignajörð sem er gróin með runnum og gróðri ásamt veiðirétt í Þingvallavatni. Fyrir utan húsið er stórt malarplan sem rúmar marga bíla og búið er að undirbúa lóð ofan við hús fyrir timburpall og leggja fyrir heitum potti. Núverandi skráning á húsinu skv. HMS er byggingarstig 5 (tilbúið til innréttinga) og fasteignamat HMS því lægra en það ætti að vera, en eigendur munu afhenda húsið þannig að það uppfylli skráningu á byggingarstigi 7 (fullbúið).

Núverandi eigendur keyptu húsið tilbúið til innréttinga og var engu var tilsparað við að gera húsið hið glæsilegasta að innan enda var ætlun eiganda að standsetja húsið til frambúðar. Húsið er því mikið tækifæri fyrir nýja aðila til að taka við keflinu og eigna fjölskyldu sinni glæsilegan dvalarstað og hvíldarstað í þessari náttúruperlu við Þingvallavatn.

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773 3532adalsteinn@domusnova.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðarmaður fasteignasala, í löggildingarnámi. / s. 856-5858margret@domusnova.is

VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT


Nánari lýsing á eignarhutum: 

NEÐRI HÆÐ:
Forstofa (aðalinngangur): Rúmgott hol sem tengir saman allar vistarverur á neðri hæð. Stigi upp á efri hæð. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Svefnherbergi II: Stórt svefnherbergi (c.a 17,20 m2) með fjórum góðum gluggum. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með tvöfalldri sturtu og sauna klefa. Innréttað með vönduðum og sérsmíðuðum innréttingum. Vandaðar flísar á gólfi og veggjum við sturtu og stórir reyklitaðir speglar á veggjum og reyklitað öryggisgler sem hurð inn í sauna klefann. Sér salerni með hurð með vandaðri innréttingu, speglaskáp og vegghengdu saerni. Gólfhiti og handklæðaofn.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi (c.a. 9,20 m2) með glugga. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Svefnherbergi IV: Rúmgott herbergi (c.a. 9,90 m2) með gluggum í tvær áttir. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Lagnaherbergi (Þvottaherbergi): Rúmgott herbergi (c.a. 10,90 m2) Inntök og hitagrind ásamt varmadælu. Varmadæla var nýlega uppfærð til að afkasta meiri notkunn m.t.t. uppsetningu á stórum heitum potti. Auðveldlega hægt að nýta herbergi einnig sem þvottaherbergi. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Bátaskúr/Geymsla: Rúmgott herbergi (c.a. 19,30 m2) með tvöfalldri opnanlegri hurð og glugga. Microcement á gólfi og gólfhiti.

EFRI HÆÐ:
Stofa: Komið er upp stiga í rúmgott alrými (c.a. 39,80 m2). Rýmið er bjart með þremur stórum gluggum og aukinni lofthæð. Microcement á gólfi og gólfhiti. Útgengi er út á stóra svalir (c.a. 62,20 m2) með glæsilegu útsýni út á Þingvallavatn. 
Eldhús / Borðstofa: Opið inn af stofu er sérlega glæsilegt eldhús ásamt borðstofu (c.a. 26,40 m2) með vönduðum sérsmíðuðum innréttingum. Skápar eru með fínni sement áferð og borðplötur eru úr þykku granít. Vönduð eldunartæki og eldhústæki sem fylgja: Kæliskápur og helluborð frá Samsung, Veggofn og vegg/örbylgjuofn frá Bosch, Electrolux uppþvottavél og Sommelier vínkælir. Innfelld led lýsing víða í innréttingu og við gólf. Eldunareyja er römmuð inn með þykkri granítplötu og á því er stórt helluborði með innfelldum gufugleypi sem dregur gufuna niður. Í borðstofu eru stórir gluggar með glæsilegu útsýni út á Þingvallavatn og útgengi á sömu svalir og úr stofu, en einnig út á svalir til norðurs sem eru c.a. 17,20 m2 að stærð. Í eldhúsi og borðstofu er microcement á gólfi og gólfhiti.
Hjónaherbergi: Stórt svefnherbergi (c.a 15,60 m2) með gluggum í tvær áttir. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Fataherbergi/Geymsla: Herbergi sem er c.a. 2,90 m2 með litlum glugga.
Baðherbergi: Baðherbergi með sturtu. Innréttað með vandaðri innréttingu, speglaskáp og vegghengdu saerni. Vandaðar flísar á gólfi og veggjum við sturtu. Gólfhiti og handklæðaofn.
Garðstofa (herbergi V): Inn af stofu er herbergi með tvöfölldu hurðaropi sem lokað hefur verið til hálfs með þykku reyklituðu gleri. Góður gluggi og útgengi út í garð. Microcement á gólfi og gólfhiti.
Svalir / Verönd: Stórar yfirbyggðar (þak nær yfir) svalir eru við austur og suðurhlið með stiga niður á horni suður og vesturhliðar.. Á norðurhlið eru einnig svalir með stiga niður á horni norður og vesturhliðar. Við vesturhlið hússins er búið að undirbúa lóðina undir byggingu á sólpalli og búið að leggja lagnir til að gera ráð fyrir heitum potti við suð/vestur horn hússins.
Eignarlóð: Stór eignarlóð fylgir eigninni sem er 1,15 hektari að stærð (11.500 m2) og er lóðin gróin með runnum gróðri. 
Veiðiréttur: Eigninni fylgir veiðiréttur í Þingvallavatni og réttur til að fara með bát út á vatnið niður við Hestvík.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
01/11/202161.700.000 kr.125.000.000 kr.229.3 m2545.137 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kiðjaberg lóð 56
Kiðjaberg lóð 56
805 Selfoss
221.1 m2
Sumarhús
5
180 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Skoða eignina Berjaás 2
Skoða eignina Berjaás 2
Berjaás 2
805 Selfoss
179.3 m2
Sumarhús
514
557 þ.kr./m2
99.800.000 kr.
Skoða eignina Þórsstígur 30
Skoða eignina Þórsstígur 30
Þórsstígur 30
805 Selfoss
217.6 m2
Sumarhús
544
506 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Þórsstígur 30
Skoða eignina Þórsstígur 30
Þórsstígur 30
805 Selfoss
232.6 m2
Sumarhús
634
473 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache