Einstaklega glæsileg og mikið endurnýjuð efri sérhæð með aukinni lofthæð með sérinngangi og bílskúr við Digranesheiði í Suðurhlíðum Kópavogs. Eignin hefur öll verið endurnýjuð að innan, nýtt gólfhitakerfi, ný gólfefni, ný glæsileg eldhúsinnrétting, ný þvottahúsinnrétting, nýtt baðherbergi, hurðar og skápar sprautulakkaðir.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 137,8fm. og þar af er bílskúr 22,8fm.
Nánar um eignina:Forstofa er opin með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Hol með flísum á gólfi.
Eldhús er opið við stofu, glæsileg eldhúsinnrétting frá Axis með granítborðplötum, eyja með granít, helluborð með innbyggðum gufugleypi, borðkrókur með fallegu útsýni og flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa er rúmgóðar og bjartar með fallegu útsýni og flísum á gólfi. Útgengt er út á stórar svalir sem liggja meðfram eigninni og þaðan er gengið niður í garðinn.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi sem ná upp í loft og flísar á gólfi.
Herbergi rúmgott og er í dag er nýtt sem sjónvarpsherbergi með flísum á gólfi.
Baðherbergi hefur allt verið endurnýjað, innangeng sturta, gluggi, innrétting, upphengt salerni og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús er inn af eldhúsi, mjög rúmgott, góð innrétting, þvottavél og þurrkari í vinnuhæð, vaskur og flísar á gólfi. Útgengt er út á svalir úr þvottahúsinu og þaðan er hægt að ganga niður í garðinn.
Gólfhiti er á allri hæðinni.
Bílskúr er mjög snyrtilegur með heitu og köldu vatni, hurð á hliðinni, bílskúrshurð með bílskúrshurðaropnara, lúga með stiga upp á geymsluloft, allar lagnir í snyrtilegum skáp með rennihurð, innrétting og steypt gólf. Bílaplan er hellulagt með snjóbræðslu.
Garður í kringum húsið er í góðri rækt.
Þak var yfirfarið og málað árið 2022,
Einstaklega vönduð og falleg eign á þessum frábæra og rólega stað í Kópavoginu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Viktoría R. Larsen löggiltur fasteignasali í síma 618-5741 eða á netfanginu viktoria@trausti.is og Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali á netfanginu gudbjorg@trausti.is