Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Glæsilegt 301.8 fm. einbýlishús á pöllum við Blikanes 22 í Garðabæ, þar af er innbyggður bílskúr skráður 67,9 fm.Húsið var stækkað og endurbyggt árið 2013, teiknað af teiknistofunni Óðinstorgi. Innréttingar voru hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt og eru sérsmíðaðar af trésmiðjunni Borg. Húsið stendur á 1216 fm. eignarlóð.
Fallegur garður er með grasflöt og trjágróðri, timburpöllum með heitum potti norðan megin við húsið og fallegu útsýni til suðurs. Stórt bílaplan er sunnan megin með hellum. Stórar flísalagðar svalir eru ofan á bílskúr með glerhandriði.
Skipulag innanhús aðalhæð; forstofa/anddyri, gestabaðherbergi, hol, eldhús, borðstofa, stofa, setustofu/arinn stofa. Efri pallur, þar er rúmgóð hjónasvíta með fataskápum sitthvorum megin við ganginn og sérbaðherbergi inn af með tveimur vöskum, salerni og sturtu. Rúmgott svefnherbergi er á móti inngangi inn í hjónasvítu. Neðri pallur, þar er stórt sjónvarpsherbergi með aðgengi inn í innbyggðan bílskúr. Tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og sér þvottahús.
Smelltu á link til að skoða húsið í 3-DBókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isLýsing eignar: Forstofa er með fataskáp og flísalagt gólf og gólfsíðum gluggum.
Gestasalerni er með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni og upphengdur vaskur með innbyggðum blöndunartækjum.
Gangur/hol er með parket á gólfi og gler-rennihurð út á timburlagða verönd.
Eldhús er með hvítri innréttingu, steinborðplötu og undirlímdum vask. Gott skápa, skúffu og vinnupláss. Gluggar gefa góða birtu inn og vísa út á verönd. Miele eldhústæki með stáláferð, innfelld uppþvottavél, helluborð með gufugleypi þar við hlið og tvöfaldur ísskápur með vínkæli.
Borðstofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi og gler-rennihurð út á timburlagða verönd.
Stofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi og gólfsíðum gluggum ásamt gler-rennihurð út á timburlagða verönd til suðurs.
Setustofa/arinnstofa er með parket á gólfi og arinn með Drápuhlíðargrjóti.
Hjónasvíta á efri palli er með gang með sérsmíðuðum fataskápum sitthvorum megin við ganginn, hjónaherbergið er rúmgott með parketi. Baðherbergi inn af hjónaherbergi er með flísum á gólfi, sérsmíðaða innréttingu með steinborðplötu og tvöföldum vask. Sturta er flísalögð með innbyggðum blöndunartækjum og upphengt salerni.
Barnaherbergi á efri palli með parket á gólfi og sérsmíðaðri innréttingu/skrifborðsaðstöðu.
Hol á neðri palli er með skápum. Svefnherbergisgangur á neðri palli með parket á gólfi og sérsmíðuðum fataskápum.
Barnaherbergi I með parketi á gólfum og innréttingu.
Barnaherbergi II með parketi á gólfum og innréttingu.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni ásamt vask og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum og gler skilrúmi.
Þvottahús er flísum á gólfi og á vegg. Hvít innrétting með tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gott skápapláss. Vinnuborð með handlaug.
Sjónvarpsherbergi er mjög rúmgott með parket á gólfi og sérsmíðuðum innréttingu ásamt aðgengi að innbyggðum bílskúr. Bílskúr rúmgóður og flottur með flísum á gólfi og breiðri rafdrifinni bílskúrshurð. ( ath að sjónvarpsherbergi er inn í skráðum fm á bílskúr )
Garðurinn og lóðin eru gróinn með grasflöt og trjágróðri. Verandir eru út frá íbúðarrýmum og norðanmegin við húisð er heitur pottur. Stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu er sunnanmegin. Stórar flísalagðar svalir eru ofan á bílskúr með glerhandriði, flott útsýni frá svölum.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-