Fasteignaleitin
Skráð 17. feb. 2023
Deila eign
Deila

Faxaflatir 4

Atvinnuhúsn.Suðurland/Hella-850
1105.6 m2
3 Herb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
10.400.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Fasteignanúmer
2520089
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Stál
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028

VERSLUNAR- OG VEITINGAHÚSNÆÐI Í BYGGINGU VIÐ FAXAFLATIR 4 Á HELLU.

Aðkomur að lóðinni eru af Þjóðvegi nr. 1 og frá Rangárflötum. Á henni er einnig gert ráð fyrir sjálfsagreiðslubensínstöð og þvottastöð. Í skipulagi er  gert ráð fyrir að byggja hótel og allt að 50 smáhýsi til útleigu á aðliggjandi lóð.  Í næsta nágreni eru hótel með um 200 gistiherbergjum.

BYGGINGAR OG BRUNAVARNALÝSING:
Faxaflatir 4 Mhl. 01 Lr:233063, Staðgreinir:8614-2- Stærð lóðar: 10.626,0 m² Nýtingarhlutfall:1105,6/10626=0,10 ALMENNT: Byggingin er fyrir veitingarekstur og verslun ásamt tilheyrandi vörugeymslum, tæknirýmum og starfsmannaaðstöðu. BURÐARVIRKI: Megin burðarkerfi hússins er stálgrind í veggjum og þaki, hluti hússins er með útveggjum úr steyptum einangrunarmótum. Þak hússins er er borið uppi af steyptum stálsúlum og stálbitum. Hluti útveggja eru léttar glerveggjaeiningar sem njóta stuðnings af stálsúlum. Þak: Þak er úr trapizuplötum sem hvíla á burðarbitum þaksins. Ofan á þær kemur rakavarnalag 500Pam, síðan 150 mm steinullareinangrun 110kg/m³og annað lag 50 mm þykkt,150kg/m³. Ofan á einangrun kemur tvö lög af þakdúk, neðra lagið Icopal Base 400p sem fest er í gegnum einangrunina og loks kemur yfirlag Icopal 500, sem heilbrætt er á neðra lagið. Útveggir: Útveggir úr einangrunarmótum eru klæddir að utan með 2mm álplötum eða málmplöturm á ál- kerfisprófílum. Gluggar eru úr áli, í ál gluggakerfi með rofinni kuldabrú. Gler er 1.flokks tvöfalt einangrunarglelr, flotgler með k-gildi 1,8w/m²K. Gler í gluggum sem ná niður að gólfi eða nær gólfi en 60 cm skal vera öryggisgler. Gólfplötur eru staðsteyptar og járnbentar skv. lýsingu byggingarverkfræðings. Sökklar skulu einangraðir með 75 mm plasteinangrun. Ekki einangrist undir plötu. Veggur sem skilur að húshluta (milli veitingastaðar og verslunar) skal vera steinsteyptur og uppfylla brunakröfu REI90. Léttir innveggir skulu vera stálgrindarveggir einangraðir og klæddir með klæðningum í fl 1. LAGNAKERFI: A: Neysluvatnslagnir: Innttök og mælagrindur heitavatns og kaldavatns er í inntaksklefa við útvegg. Tryggja skal að heitt neysluvatn hafi ekki hærra hitastig en 65 ° C með uppblöndun eða varmaskipti. Lagnir skulu vera úr ryðfríu stáli af viðurkenndum gæðum. B: Hitalagnir: Ofnhitaherfi verður í minni rýmum en lofthitakerfi í stærri rýmum og hitablásarar í vörugeymslum. Stofnlagnir og ofnalagnir eru úr stálpípum með skrúfuðum tengjum af viðurkenndum gæðum. Reiknað er með snjóbræðslukerfum í gangstéttum við innganga og á bílstæðum. C: Frárennslislagnir: Frárennsli frá húsinu fer í frárennsliskerfi bæjarfélagssins. Regnvatn frá þökum og bílastæðum fer í ragnvatnskerfi bæjarins. D: Loftræsting: Hönnun loftræstikerfis skal miðast við að innihitastig í almenningsrýmum sé sem jafnast og dreifing lofts eðlileg. Loftstokkum er komið fyrir undir loftum og dreifing þeirra tryggi jafna drefingu lofts. BRUNAVARNIR: A: Brunaþol burðarvirkis: Burðarvirki hússins er R60 og þaks EI60 B: Brunahólfun: Húsið skiptist í tvær sjálfstæðar brunasamstæður. MIlli þeirra er steinsteyptur veggur EI90. Frágangur veggjarins við þak skal vera samkvæmt kröfum í reglugerð og leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar og sérstakur frágangur 1,2 m út frá veggnum með eldtraustum klæðningum í þaki. Veggir milli brunahólfa (vörugemsla og verslunar / veitingastaða) skulu vera amk. EI60 og hurðir EI²-30CSm. C: Klæðningar: Loft og veggfletir verða í flokki 1. Veggir og niðurhengd loft í eldhúsum og snyrtingum verða í flokki 1. Gólfefni verða í flokki G. Klæðning utanhúss verður í flokki 1 og festingar úr óbrennanlegum efnum. D: Flóttaleiðir: Úr öllum aðalrýmum hússins eru amk tvær óháðar flóttaleiðir. Fjarlægð í næsta útgang er hvergi meiri er 20 m: Neyðarútgangar skulu vera með panikslá skv. reglum. E: Brunaviðörunarkerfi: Í húsinu verður sjávirkt brunaviðvörunarkerfi tengt viðurkenndri vaktstöð. Kerfið skal viðurkennt , hannað og uppsett samkvæmt reglum og leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar og ÍST EN54. G: Slökkvikerfi og Reyklosun: Sjálfvirkt slökkvikerfi verður í öllu húsinu í samræmi við ÍST EN 12845:2004. Nánari útfærsla samkvæmt hönnun verkfræðings. Í eldhúsi veitingastaðar verður gerð krafa um slökkvibúnað í háfum og útblæstri frá djúpsteikningarpottum og grillum. Notast skal við sjálfvirkt froðuslökkvikerfi. Reyklosun verður um sjálfvirkar lúgur í þaki, stærð og afköst samkvæmt útreikningum brunahönnuðar. Í húsið skal koma fyrir slöngukeflum 30 m og handslökkvitækjum við hvert slöngukefli skv leiðbeiningum eldvarnaeftirlits. ÖRYGGISMÁL: Byggingastjóri skal tryggja að byggingastaður sé öruggur almenningi og þeim sem starfa við bygginguna: Öryggis skal gætt við uppsetningu og vinnu við og á vinnupöllum og skulu þeir uppsettir samkvæmt faglegum venjum. RAFKERFI: Inntök raf og tölvulagna er í inntakrými við útvegg. Lýsing í verslun skal vera samkvæmt almennum kröfum um lýsingu í verslunarhúsnæði sem er um 1000 Lux . Í veitingahúsi skal miða við eðlilega lýsingu í samræmi við starfsemina. Á bílastæðum og við gangstíga skal vera almenn lýsing auk lýsingar meðfram húsinu. Um nánari útfærslu raflagna í húsinu vísast í hönnun raflagnahönnuðar. MEÐFERÐ SORPS: Sorpgámar er staðsettir við bakhlið hússins, og skal meðferð sorpsmála miðast við kröfur sveitarfélagssins og uppfylla nútíma kröfur um sorpflokkun.

Kaupendur greiða engin umsýslugjöld

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson lgf, gsm: 863-95828 og netfang: gudmundur@fannberg.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache