Eignasala.is kynnir í einkasölu:
Holtagata 25, 260 Reykjanesbæ
Vandað og vel skipulagt samtals 217,1 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Holtsgötu í Reykjanesbæ. Íbúðarhlutinn er 189,3 fm og bílskúr 27,8 fm. Húsið var innréttað og frágengið að fullu árið 2016. Vandaðar innréttingar, gólfefni, lýsing og allur frágangur á húsinu. Á neðri hæð er rúmgott eldhús, baðherbergi, stofa, borðstofa og bílskúr og á efri hæð er rúmgott baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og sjónvarpsherbergi. Yfir allri efri hæðinni er steypt loftaplata sem nýtist vel sem geymsla.
Húsið er vel staðsett, í nálægð við skóla, leikskóla, bakarí, apótek og verslun.
Nánari lýsing:
- Alrými og herbergi með pergo harðparketi og vönduðu undirlagi.
- Stórt og vandað eldhús með Kvarts borðplötum og góðum búrskáp
- Vönduð led lýsing í öllum rýmum
- Digital gólfhitakerfi
- Tvö baðherbergi með rúmgóðum sturtum og innbyggðum grohe blöndunartækjum
- Frístandandi baðkar
- Rúmgott þvottahús með góðri innréttingu
- Útisvæði með steyptum stéttum og pall úr lerki í bland. Grindverk meðfram lóðarmörkum.
- Heitur pottur
- o.fl.
Sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hafnargötu 90a. í síma 4206070 á eignasala@eignasala.is, julli@eignasala.is og bjarni@eignasala.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 43.400 með vsk.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
13/04/2016 | 20.000.000 kr. | 15.500.000 kr. | 217.1 m2 | 71.395 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
260 | 176.2 | 109 | ||
260 | 221.3 | 104,5 | ||
260 | 241.7 | 116,9 | ||
230 | 204.1 | 112,5 | ||
230 | 229 | 105 |