Nes fasteignasala kynnir eignina: Hótel Hafnarfjall, sem er 484,7 fm gistihús ásamt 40,0 fm íbúð. Að auki eru 5 frístandandi gestahús 27,1 fm hvert, allt á á 95720,0 fm viðskipta og þjónustulóð. Hótelið og gestahúsin eru skráð sem Hafnarfjall 2 á fasteignanúmerinu F2221224. Eignin er staðsett skammt frá þjóðvegi 1 á frábærum stað í Hafnarskógi skammt frá suðurenda Borgarfjarðarbrúarinnar.
Nýtt skipulag er í gildi sem heimilar bæði stækkun hótelsins ásamt byggingu starfsmannaíbúða og byggingu 6 gestahúsa í viðbót.
Hótelið hefur verið nokkuð endurnýjað að innan síðustu ár. Það stendur á 9,5 hektara eignarlandi. Í hótelinu eru 22 herbergi auk studioíbúðar á efri hæð sem einnig má nýta til útleigu.
Á neðri hæð er gestamóttaka og bar, veitingasalur sem rúmar 50 gesti í sæti, 2 salerni í anddyri, setustofa, og eldhús sem er vel búið tækjum, 9 herbergi eru á neðri hæð með sér inngangi og sér baðherbergi. Á efri hæð eru auk íbúðarinnar, 8 herbergi. Ein 3 manna svíta með baði og 1 herb. með baðhergi auk þess eru 6 herbergi með sameiginlega snyrtiaðstöðu á hæðinni. Snyrtiaðstaðan þar eru 2 salerni án sturtu og tvö baðherbergi með sturtum. Starfsmannaaðstaða er á efri hæð. Kjallari er ekki innifalinn í heildarfermetratölu en hann er ekki með fullri lofthæð (2,05 m). Hann er um 2,5 m. á breidd og ca. 30 m. langur. Byggingarár er 1995 og hefur eigninni verið vel við haldið. Frístandandi saunahús er við hótelið með búningsherbergi, hvíldarherbergi og heitum potti. Hótelið er i mjög fallegu umhverfi þar sem ströndin er á aðra hönd en Hafnarfjallið og Tungukollur á hina. Frábærar gönguleiðir og stutt í alla þjónustu í Borgarnesi s.s. verslanir og sundlaug og ýmislega afþreyingu. Nálægðin við hafið gefur möguleika á að stunda silungsveiði ásamt annarri útivist. Gert er ráð fyrir tjaldsvæði milli hótelsins og strandarinnar.
Hér er gott tækifæri fyrir dugmikla aðila að taka þátt í örum vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.
Nes fasteignasala kynnir eignina: Hótel Hafnarfjall, sem er 484,7 fm gistihús ásamt 40,0 fm íbúð. Að auki eru 5 frístandandi gestahús 27,1 fm hvert, allt á á 95720,0 fm viðskipta og þjónustulóð. Hótelið og gestahúsin eru skráð sem Hafnarfjall 2 á fasteignanúmerinu F2221224. Eignin er staðsett skammt frá þjóðvegi 1 á frábærum stað í Hafnarskógi skammt frá suðurenda Borgarfjarðarbrúarinnar.
Nýtt skipulag er í gildi sem heimilar bæði stækkun hótelsins ásamt byggingu starfsmannaíbúða og byggingu 6 gestahúsa í viðbót.
Hótelið hefur verið nokkuð endurnýjað að innan síðustu ár. Það stendur á 9,5 hektara eignarlandi. Í hótelinu eru 22 herbergi auk studioíbúðar á efri hæð sem einnig má nýta til útleigu.
Á neðri hæð er gestamóttaka og bar, veitingasalur sem rúmar 50 gesti í sæti, 2 salerni í anddyri, setustofa, og eldhús sem er vel búið tækjum, 9 herbergi eru á neðri hæð með sér inngangi og sér baðherbergi. Á efri hæð eru auk íbúðarinnar, 8 herbergi. Ein 3 manna svíta með baði og 1 herb. með baðhergi auk þess eru 6 herbergi með sameiginlega snyrtiaðstöðu á hæðinni. Snyrtiaðstaðan þar eru 2 salerni án sturtu og tvö baðherbergi með sturtum. Starfsmannaaðstaða er á efri hæð. Kjallari er ekki innifalinn í heildarfermetratölu en hann er ekki með fullri lofthæð (2,05 m). Hann er um 2,5 m. á breidd og ca. 30 m. langur. Byggingarár er 1995 og hefur eigninni verið vel við haldið. Frístandandi saunahús er við hótelið með búningsherbergi, hvíldarherbergi og heitum potti. Hótelið er i mjög fallegu umhverfi þar sem ströndin er á aðra hönd en Hafnarfjallið og Tungukollur á hina. Frábærar gönguleiðir og stutt í alla þjónustu í Borgarnesi s.s. verslanir og sundlaug og ýmislega afþreyingu. Nálægðin við hafið gefur möguleika á að stunda silungsveiði ásamt annarri útivist. Gert er ráð fyrir tjaldsvæði milli hótelsins og strandarinnar.
Hér er gott tækifæri fyrir dugmikla aðila að taka þátt í örum vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.