Gimli og Inga Reynis kynna í einkasölu fallegt og bjart tvílyft endaraðhús, stofa og borðstofa með aukinni lofthæð og arinn.
Úr stofunni er útgengt er út í garðinn og innangengur bílskúr .
Fallegur skjólsæll garður með timburverönd. Húsið stendur innarlega í rólegri botnlangagötu.
*Smelltu hérna til að sjá videó af eigninni *Eigin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 180 fm þar af er bílskúrinn 27 fmNeðri hæð:Forstofa er rúmgóð með góðum fataskáp og marmara á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og parket á gólfi.
Geymslan er rúmgóð með hillum.
Bílskúrinn er innangengur frá fyrstu hæðinni með rafdrifum opnara, heitu og köldu vatni og hillum .
Fallegur marmarastigi er upp á efri hæðina.
Efri hæð:Sameiginlegt rými stofu og borðstofu en þar útgengt út í gróinn og fallegan garð með timburverönd og fallegum garði með trjágróðri.
Stofa- borðstofa er með aukinni lofthæð, fallegum arinn og mikið gluggum með marmara á gólfi.
Eldhús með flísalögðu gólfi og innréttingu á tvo vegu með flísum á milli skápa, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Hjónaherbergið er með fallegu útsýni yfir Esjuna, rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Barnaherbergi með útsýni yfir Esjuna og parket á gólfi.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, innrétting með efri og neðri skápum, gert er ráð fyrir sturtu á bak við hornskáp.
Þvottahús er rúmgott með skápum og flísum á gólfi.
Að sögn seljenda voru þakrennur og þakkantar nýlega endurnýjað (3 eða 4 ár síðan).
Það er hiti í allri stéttinni, gangstéttinni að útidyrunum og á bílastæðunum.Þetta er falleg og vel um gengin eign í Húsahverfi í Grafarvogi þar sem stutt er í verslun.
Allar nánari upplýsingar veitir Inga Reynis í síma 820-1903 eða á tölvupóstinum inga@gimli.is