Eignatorg kynnir: Fallegt, töluvert endurnýjað og rúmgott einbýlishús sem er kjallari, hæð og ris. Húsið stendur á fallegri 741 fm lóð. Gott útsýni er frá húsinu. Mögulegt er að útbúa 3ja herbergja sér íbúð í kjallara hússins en þó er lítil lofthæð í kjallaranum. Nýlega er búið að endurnýja þakjárn og pappa ásamt eldhúsi og baðherbergi. Frárennslislagnir og neysluvatnslagnir endurnýjaðar. Raflagnir endurnýjaðar að töluverðu leiti. Nýr, stór sólpallur er umhverfis húsið. Möguleiki er á byggingu bílskúrs á lóðinni.
Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið samtals 153 fm.
Nánari lýsing: Gengið er inn á mið hæð hússins. Forstofa með dúk á gólfi og fatahengi. Hol með parketi á gólfi og skápum. Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi, gluggum á tvo vegu og tvöföld hurð út á austur svalir og af þeim tröppur niður á sólpall. Opið eldhús með parketi á gólfi, glæsilegri, endurnýjaðri innréttingu, tveimur ofnum, steinborðplötu, eldavélareyju og glugga. Innbyggð uppþvottavél, ísskápur og frystiskápur fylgir með. Snyrting með parketi á gólfi, innréttingu, upphengdu salerni og glugga.
Viðarstigi er upp á efri hæðina. Hol með furugólfi. Endurnýjað baðherbergi með dúk á gólfi, baðkari, tengi fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara, upphengdu salerni og glugga. Herbergi með furugólfi og skáp. Hjónaherbergi með furugólfi og skápum. Herbergi með furugólfi, skáp og hurð út á vestur svalir.
Sér inngangur er í kjallarann og mögulegt væri að innrétta hann sem sér 3ja herbergja íbúðaraðstöðu. Kjallarinn skiptist í geymslu, hjólageymslu, svefnherbergi og baðherbergi.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
25/02/2021 | 67.350.000 kr. | 74.900.000 kr. | 153 m2 | 489.542 kr. | Já |
02/05/2018 | 55.400.000 kr. | 54.200.000 kr. | 153 m2 | 354.248 kr. | Já |
28/12/2016 | 40.050.000 kr. | 46.000.000 kr. | 153 m2 | 300.653 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
108 | 133.2 | 114 | ||
108 | 177.5 | 114,9 | ||
108 | 134.7 | 109,5 | ||
108 | 134.7 | 109,5 | ||
108 | 136 | 111,5 |