Hraunhamar kynnir: Sérlega fallega 4ra herbergja íbúð á þessum vinsæla stað í Vallarhverfinu, Hafnarfirði.
Íbúðin er 128,1 fm með geymslu og er á þriðju hæð, lyfta er í húsinu.Skipting eignarinnar: Hol, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús, baðherbergi og geymsla, auk reglubundinnar sameignar.
Seljendur skoða skipti á stærri eign í Hafnarfirði. Nánari lýsing:
Forstofa með góðum fataskápum, gott
sjónvarpshol.Rúmgott
eldhús með fallegri eikarinnréttingu og eyju.
Björt og rúmgóð
stofa, þaðan er utangengt út stórar rúmgóðar
svalir.
Halogen lýsing er í stofunni.
Tvö rúmgóð
barnaherbergi með fataskápum.
Gott
hjónaherbergi með fataskápum.
Stórt flísalagt
baðherbergi með baðkari, sturtuklefa og fallegri baðinnréttingu.
Rúmgott flísalagt
þvottahús.
Góð
geymsla í sameign.
Gólfefni eru eikarparket og flísar. Þetta er sérlega falleg eign sem vert er að skoða. Öll rými rúmgóð og nýtist öll vel.
Stutt í alla þjónustu, s.s. skóla, leiksskóla, íþróttamiðstöð Hauka, Ásvallalaug og verslanir.
Nánari upplýsingar vetir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s. 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.isSkoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar, í fararbroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is