Fasteignaleitin
Skráð 31. mars 2023
Deila eign
Deila

Goðaland

Jörð/LóðSuðurland/Hvolsvöllur-861
268 m2
12 Herb.
9 Svefnh.
Verð
165.000.000 kr.
Fermetraverð
615.672 kr./m2
Fasteignamat
44.070.000 kr.
Brunabótamat
146.600.000 kr.
Mynd af Dan Valgarð S. Wiium
Dan Valgarð S. Wiium
Hdl, löggiltur fasteignasali.
Byggt 1980
Fasteignanúmer
F2193653
Húsgerð
Jörð/Lóð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
2
Lóðarréttindi
Leigulóð
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir

Kjöreign fasteignasala kynnir Goðaland , Rangárþing eystra. Birt stærð eignarinnar er 267,2 fm. Skráning er gistiheimili. Byggingarár er 1980. Teikningar frá 2012. Matshluti 2.
Fasteignin er steinsteypt bygging á einni hæð, byggingaár er 1980.  Eignin telur anddyri með flísum á gólfi . Stofu og borðstofu með flísum og parketi, opið rými. Setustofa með linoleum dúk. Eldhús með nýrri eldhúsinnréttingu. Níu svefnherbergi, fjögur þeirra með dúk á gólfi og fimm með parketi. Gisting er fyrir um 20 til 25 manns. Tvö baðherbergi með sturtum auk eins gestasalerni með upphengdu WC. Lítið þvottaherbergi auk skolherbergs, bæði herbergin með flísum á gólfi.
Við húsið er hellulögð gangstétt, hellulögð verönd og bifreiðastæði með bundnu slitlagi. Gluggar og gler almennt í góðu ástandi, sumir gluggar endurnýjaðir. Góðir gluggar til suðurs.
Mikil lofthæð í opna rýminu og fallegir trébitar. Hljóðeinangrandi plötur í loftum.
Húsið er allt nýmálað að innan og ekki fyrir löngu að utan. Þakið er járnklætt,einangrað timburþak, nýlega yfirfarið.
Beintengt brunakerfi er í húsinu.

Fasteignin er í mjög góðu ástandi og skipulag hússins sérlega góð. Húsið hefur fengið gott viðhald. Fasteignin var byggt sem skólahús en breytt í gistiheimili árið 2012. Fasteignin er sambyggð eldri byggingu, félagsheimilinu Goðaland. 

Staðsetning er í miðri Fljótshlíðinni, örstutt á Hvolsvöll sem er í mikilli uppbyggingu. Þar má finna sundlaug, verslanir, eldsneytissölu, veitingahús, heilbrigðisþjónustu og söfn.

Eigninni fylgir möguleiki á um 500 fm byggingarétti.til austurs. Lóðarréttindi/kvaðir : Leigulóð/kvaðalaus. Að auki er möguleiki kaupum eða leigu lóðar sem er um 2.7 ha. til suðurs. 

Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða kjoreign@kjoreign.is

Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða asta@kjoreign.is

 

 

 




 



Má bjóða þér frítt verðmat á þína fasteign án skuldbindingar?

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache