Fasteignaleitin
Skráð 20. mars 2024
Deila eign
Deila

Naustahvammur 58 nr. 106

Atvinnuhúsn.Austurland/Neskaupstaður-740
99.4 m2
Verð
32.800.000 kr.
Fermetraverð
329.980 kr./m2
Fasteignamat
25.200.000 kr.
Brunabótamat
55.950.000 kr.
Byggt 2023
Sérinng.
Fasteignanúmer
2528880
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
6
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
16,64
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BYR fasteignasala kynnir í einkasölu NAUSTAHVAMMUR 58F, 740 Neskaupstaður. 
Húsið er selt fullbúið á byggingarstigi 7, matstigi 7. Um er að ræða endabil með malbikuðu bílaplani. Birt stærð eignar er 99,4 m². 

Nánari upplýsingar hjá Byr fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | s. 483-5800

Almennt:
Húsið er límtréshús og er byggt upp sem 11 sjálfstæð iðnaðar- og geymslubil, auk sameiginlegs inntaksrýmis. Eitt þeirra bila er hið selda samkvæmt samningi þessum.

Burðarvirki:
Steyptar undirstöður, steypt vélslípuð gólfplata og límtrésburðarvirki ofan gólfplötu.

Klæðningar og hurðir:
Útveggjaklæðning er lárétt samlokueining með steinullarkjarna, þykkt 149mm. Þak er klætt með samlokueiningum með steinullarkjarna, þykkt 173mm. Iðnaðarhurð er galvanhúðuð standandi fellihurð ( B=4m og H=4,2m). Gönguhurð er uppbyggð úr áli. Milliveggur er úr sléttri samlokueiningu með steinullarkjarna, þykkt 150mm. Litur á vegg- og þakklæðningu utanhúss er silfurgrár að utan en hvítur að innan. Litur á milliveggjum er hvítur.
Hver eining er sjálfstætt brunahólf.

Lagnir:
Sameiginlegt inntaksrými er í byggingunni þar sem dreifigrind neysluvatns er meðal annars staðsett.
Í hverju bili er tengistaður fyrir neysluvatn, með DN25 stofnloka og tengistút. Hvert bil er hitað upp með varmadælu af viðurkenndri gerð, loft í loft.
Tvö rennuniðurföll eru í gólfi sem og stútur fyrir fráveitu skólps á tveimur stöðum. Fráveita af gólfi er veitt í sameiginlega olíuskilju sem staðsett er innan lóðar.

Raflagnir og öryggiskerfi:
Aðaltafla rafmagns, með álestrarmæli, er staðsett í sameiginlegu inntaksrými. Í bilinu er greinatafla sem sér viðkomandi bili fyrir rafmagni ásamt því að hafa stækkunar möguleika t.d. fyrir hleðslustöð eða annan rafbúnað sem kann að bætast við. Lýsing innan dyra mun uppfylla lýsingarþörf verkstæða. Í hverju bili er staðsettur einn tenglakassi á vegg með einfasa tenglum ásamt 16A og 32A þriggja fasa tenglum. Lýsing utanhúss verður fullkláruð og mun teljast hluti af sameign.
Ídráttarrör fyrir fjarskiptalagnir er frá lóðarmörkum að inntaksrými og þaðan í hvert bil fyrir sig (bil).
Sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi er uppsett og fullklárað í húsinu, með útstöðum í hverju bili en stjórnstöð í inntaksrými. Slökkvitæki eru við útganga.

Lóð:
Lóðin er sameiginleg 2125,0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar. Lóð er að stærstum hluta malbikuð með niðurföllum. 5 metra langt séreignarsvæði er út frá hverju bili. Óheimilt er að geyma óskráðar bifreiðar, gáma rusl eða annars konar úrgang á lóð kringum húsnæðið. Á það við bæði um sérgreinda lóð sem og sameign.

Áhvílandi vsk- kvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku kaupanda á vsk-kvöð. Kaupandi getur yfirtekið vsk-kvöð ef hann er með opið virðisaukaskattsnúmer. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byr fasteignasala
https://www.byrfasteign.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache