Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Falleg og björt 4ra herbergja íbúð með
92,2 fm. sérafnotareit og sérinngangi að Hádegisskarði 24b, Hafnarfirði. Íbúðin er rúmgóð og björt með gluggum á þremur hliðum og innbyggðri lýsingu í loftum. Á bílaplani eignar er
sérmerkt bílastæði með snjóbræðslu ásamt því að búið er að koma upp rafhleðslustöð.Eignin er samtals skráð 101,1 fermetrar og skiptist í rúmgóða forstofu/anddyri, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, eldhús og samliggjandi stofur. Frá stofu og borðstofu er útgengt á verönd og afgirtan stóran garð
(sérafnotareiturinn er skráður á teikningum 92,2 fm.). Geymsla er innan íbúðar ásamt því að á jarðhæð sameignar er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla sem eigendur húss hafa einnig hagnýtt sem dekkjageymslu.
Virkilega góð og fjölskylduvæn staðsetning þar sem er stutt í verslanir, leik- og grunnskóla, sundlaug og góðar göngu- og hjólaleiðir. Einnig er sundlaug og íþróttasvæði Hauka í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is Nánari lýsing:Forstofa/anddyri: Komið er inn í flísalagða forstofu með háum tvöföldum fataskáp.
Hol/gangur: Fallegt harðparket frá Birgisson með eikaráferð á gólfi hol/gangs sem tengir saman flest rými íbúðarinnar.
Eldhús: Bjart og rúmgott eldhús með innréttingu frá HTH og útsýni út í garð. Lofthá sérsmíðuð eldhúsinnrétting með eyju, búin góðu skápaplássi, innbyggðri AEG uppþvottavél, AEG span helluborði, gufugleypi og AEG bakaraofni í vinnuhæð. Undirfelldur vaskur með króm áferð. Gluggi með opnanlegu fagi. Harðparket frá Birgisson á gólfi.
Stofa og borðstofa: Stofurnar eru í opnu og björtu alrými með stórum gluggum og fallegu útsýni út að sérafnotarreit. Góð lofthæð, innbyggð lýsing og harðparket frá Birgisson. Frá stofum er útgengt á verönd og mjög stóran afgirtan sérgarð með viðarskjólvegg.
Hjónaherbergi: Stór lofthá skápalengja með miklu skápaplássi nær þvert yfir vegg hjónaherbergis. Innfelld lýsing í lofti og harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með háum fataskápum, harðparketi á gólfum og innbyggðri lýsingu í loftum.
Baðherbergi: Búið fallegri innréttingu með handlaug, speglaskápi, upphengdu salerni, handklæðaofni og "walk in" sturtu með hertu gleri. Flísar á gólfi og hluta veggja. Þvottaaðstaða með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Innan íbúðar er geymsla ásamt því að á jarðhæð sameignar er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði/aðkoma: Góð aðkoma er að húsinu með snjóbræðslu og sérmerktu bílastæði. Búið er að setja upp rafhleðslustöð við bílastæði.
Stór og fallegur sérgarður með verönd, grasi og skjólvegg. Samantekt: Virkalega smekkleg eign á rólegum og fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is
Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign (Áætlað en taka þarf mið á breytingum á gjaldskrá Sýslumanns):
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ath. gjaldskrá er birt með fyrirvara. Aðeins er um að ræða áætlaða gjaldskrá sýslumanns.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.