Borgir 588-2030 kynna:
Glæsilegt einbýli á tveim hæðum með stórum innbyggðum bílskúr.
Fallegt útsýni í norðvestur af stórum svölum.
Sólskáli frá stofum uppi.
Fallegur sérhannaður garður með miklum pöllum allt í kringum húsið.
Heitur pottur í verönd í bakgarði en bakgarðurinn snýr að opnu svæði.
Efri hæð:
Fyrst er komið inn í forstofu,flísar á gólfi, skápar.
Síðan er opið hol eða gangur og þaðan gegnt í vistaverur.
Sé fyrst gengið til vinstri er komið inn í opið rými með flottu eldhúsi með nýlegum innréttingum, granít borðplötur, opið í bjarta stofu.
Í miðju stofunnar er arinn og í kringum skorsteininn liggja tröppur niður á neðri hæð.
Frá stofu er gengið inn í stóra sólstofu. Þaðan er útgengt á miklar svalir sem snúa í norðvestur og einnig útgengt frá sólstofu út í garðinn..
Frá holi er einnig flísalagt baðherbergi með sturtusvæði, innréttingu og glugga.
Á móti baðherbergi er önnur stofa sem var svefnherbergi en búið að opna í stofurýmin.
Við enda gangs er innangengt í stóran bílskúr sem telur 58 fm. Bílskúrinn er bjartur, með góðum gluggum og skápum. Mikið pláss og tvöföld bílskúrshurð. Góð lofthæð í bílskúr og dyr út á pall á norðausturhlið.
Á ganginum við dyrnar inn í bílskúrinn eru skápa innréttingar og aðgengi upp á gott geymsluloft. Þaðan er aðgengi að háum hillum í stofu.
Neðri hæð:
Á neðri hæð eru 5 svefnerbergi, stór stofa, tvö baðherbergi, sauna og þvottahús.
Stigi niður frá stofum uppi en einnig er inngangur frá garði.
Fyrst er komið í hol, en þaðan er gegnt í gott svefnherbergi með baðherbergi innaf og er það allt flísalagt með sturtu.
Einnig frá holi er annað svefnherbergi og við hliðina á því þvottahús þaðan sem útgengt er í garð.
Einnig frá holi er gott baðherbergi flísalagt og innaf því er saunaklefi góður..
Frá holinu er svo opið inn í stóra gluggalausa stofu en fyrir enda hennar er önnur svefnálma með þrem svefnherbergjum en þar var áður sér íbúð.
Eitt herbergjanna er með glugga í norð vestur og þar var áður inngagnur í sér íbúðina.
Annað hinna herbergjanna er með gluggum í tvær áttir og þar góðir skápar.
Hitt herbergið er með glugga í suð-vestur og einnig þar eru fínir skápar.
Gólfefni á húsinu er flísar á böðum og forstofum, parket á efri hæð en vinylparket á neðri hæð.
Fyrir framan húsið er fallegur skrautgarður og við bílskúr er hellulögð stétt.
Hægt er að ganga í bakgarð á neðri hæð og frá báðum hliðum niður góðar tröppur.
Falleg grenitré eru í bakgarði, skemmtilegt leiksvæði og stór púttvöllur.
Heitu pottur í stórri timburverönd..
Upplýsingar veita Ægir í síma 588-2030 eða aegir@borgir.is .