VALBORG kynnir í einkasölu sérhæð við Miðbraut 3, 170 Seltjarnarnes.
Vel skipulögð íbúð á eftirsóttum stað á Nesinu.
Eignin er samtals 167,1 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er skráð 136,5 m2 og telur eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, baðherbergi, tvennar svalir, þvottahús og geymslu í kjallara.
Bílskúrinn er skráður 30,6 m2 og er annar tveggja innst við bílaplanið.
Upphitað bílastæði fyrir framan bílskúrana.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Sjá staðsetningu hér:Lýsing eignar:
Anddyri á miðhæð hússins. Teppalagður stigi upp á hæðina.
Frá
stigahúsi er komið inn í endurgert og stækkað
eldhús. Anddyri var áður á hæðinni sem hefur verið fjarlægt og eldhús stækkað sem því nemur.
Endurnýjuð U-laga innrétting með góðu skápaplássi. Frá eldhúsi er útgengt á litlar 'grillsvalir' sem henta einnig vel fyrir morgunbollann.
Borðstofa er rúmgóð með góðum gluggum og útgengi út á sólríkar og skjólgóðar svalir sem snúa til suðvesturs.
Stofa er inn af borðstofu. Gluggar til suðurs. Lokaður arinn sem eykur mikið á stemmningu.
Svefnherbergisgangur en við hann eru þrjú svefnherbergi og baðherbergið.
Svefnherbergi I er stærra, fataskápur og gluggi til norðurs.
Svefnherbergi II er minna, fataskápur gluggi til norðus.
Hjónaberbergi með miklu skápaplássi og gluggum til suðurs og vesturs.
Baðherbergi með nýrri innréttingu. Þar er handlaug, handklæðaofn, upphengt wc & baðkar með sturtuaðstöðu. Flísalagt er í kringum baðkarið sem og gólfið. Gólfhiti.
Þvottahús er í sameign í kjallara hússins. Þar er einnig
þurrkherbergi og lítil
geymsla.
Kringum húsið er stór en einfaldur
garður.
Bílskúr er frístandandi, innkeyrsluhurð, heitt og kalt vatn, afstúkuð geymsla í enda, gluggar til vesturs. Málað gólf.
Íbúðin er nýlega máluð.
Gólfefni:
Flísar neðst í stigahúsi, eldhúsi og baðherbergi.
Parket á stofu, borðstofu og herbergjum.
Málað gólf á þvottahúsi, þurrkherbergi og geymslu.
Bílastæði er upphitað og steypt. Byggingarár hússins er skráð 1964 en bílskúrs 1979.
Nýlegar endurbætur:
2022 - Ný innrétting á baði.
2020 - Nýr varmaskiptir.
2019 - Viðgerð á tröppum.
2018 - Hús málað að utan. Handrið á svölum löguð.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Aðrar eignir sem við seljum má sjá
hér.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.