Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Nýtt og vandað 63,8 m2 geymsluhúsnæði við Bugðufljót 17B 01-07 sem er að rísa á stórri lóð við Bugðufljót 17 á Tungumelum í Mosfellsbæ. Húsið er reist úr forsteyptum einingum frá BM Vallá. Gólfhiti. Gönguhurð og 3x3m innkeyrsluhurð með rafmagnsopnun eru á hverju bili. 2 bílastæði fyrir farman innkeyrsluhurð fylgja hverju bili. Eignin afhendist við kaupsamning fullbúin skv. skilalýsingu seljanda (byggingarstig 4).Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Skilalýsing byggingaraðila vegna Bugðufljót 17B:Útveggjaeiningar eru frá Smellinn samlokueiningar með VÖLUN að utanverðu, veðurkápa 7 sm, einangrun 10 sm og burðarveggur 15 sm.
Allir veggir og loft er steypt.
Gólf verða vélslípuð og með gólfhita. Epoxy málning á gólfi.
Húsin verða fullfrágengin að utan, bæði þak og veggir ásamt þakrennum og niðurföllum.
Bílaplan verður fullfrágengið malbikuð með niðurföllum, olíuskilju og sorpaðstöðu. Hiti í bílaplani (4m út frá hurð).
Tvö bílastæði fylgja hverju bili og möguleiki að kaupa fleiri.
Útiljós eru yfir innkeyrsluhurðum sem lýsa upp bílaplan.
Sér inntak fyrir heitt vatn og rafmagn í hvert bil.
Rafmagnstafla ásamt mæli og höfuðöryggi lekaliða) verður tengt í töflukassa. Gert er ráð fyrir 3ja fasa rafmagni í hverju bili.
Heitt- og kaltvatn verður tengt við mælagrind í hverju bili. Mælar verða komnir í öll bil.
Gönguhurðir og gluggar í hverju bili sem og innkeyrsluhurðir með rafmagnsopnun 3X3m.
Frárennslislagnir verða PVC-U eða sambærilegt og verða tvö niðurföll í hverju bili.
Veggir og loft verða málaðir.
Ljós verða í lofti og tenglar á vegg.
Bilin eru geymsluhúsnæði og afhendast á byggingarstigi B4.
Ákvílandi er á eigninni vsk kvöð og miðast söluverð við að kaupandi yfirtaki kvöðina.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem verður 0,3% af endanlegu brunabótamati.
Verð kr. 29.900.000,-