Fasteignaleitin
Skráð 31. maí 2023
Deila eign
Deila

Veghús 27

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
89.3 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
62.900.000 kr.
Fermetraverð
704.367 kr./m2
Fasteignamat
50.250.000 kr.
Brunabótamat
41.500.000 kr.
Byggt 1989
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2040922
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðar í húsi
3
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Gamlar - Ekki vitað
Raflagnir
Gamlar
Frárennslislagnir
Gamlar - Ekki vitað
Gluggar / Gler
Gluggar gamlir - gler endurnýjað að mestu 2019
Þak
Verið að skipta um þakjárn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
18,8 fm svalir
Lóð
4,3
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Samkvæmt seljanda kom leki í gegnum múr við stofuglugga árið 2002 og lyftist parketið á einum stað í stofunni. Húsfélagið lét fara fram múrviðgerðir utan frá í kjölfarið til að koma í veg fyrir frakari leka.
Valhöll fasteignasala kynnir fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð í góðu fjölbýlishúsi með stórum 18,8 fm suður svölum. Íbúðin er skráð 89,3 fm stærð og er á 2. hæð. 

Íbúðin var endurnýjuð að miklu leyti árið 2013. Húsið hefur fengið gott viðhald og er núna verið að klára að setja nýtt þakjárn á húsið ásamt því að húsið var málað og skipt um mikið af gleri árið 2019.

Þetta er falleg og vel skipulögð íbúð sem vert er að skoða. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.

Áætlað fasteignamat ársins 2024 er 57.600.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu snorribs@valholl.is

Nánari lýsing: 
Forstofa / hol: með fatahengi og flísum á gólfi.
Eldhús: með hvítri innréttingu og eyju, góðu skápaplássi og parketi á gólfi. 
Stofa / borðstofa: í opnu rými með eldhúsi með gólfsíðum suður gluggum, parketi á gólfi og útgengi á stórar 18,8 fm svalir. Svalirnar eru einstaklega skjólgóðar og algjör sælureitur á góðviðrisdögum.
Svefnherbergi I: með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskáp og parketi á gólfi. 
Baðherbergi: með baðakari með sturtu í, innréttingu með vaski, upphengdu salerni, handklæðaofni, skáp og flísum á gólfi og veggjum.
Geymsla (þvottahús): með vinnuborði, hillum og flísum á gólfi.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í sameign.

Eftirfarandi framkvæmdir hafa farið fram undanfarin ár:
Húsið að utan:
2019 - blokkin máluð. 
2019 - skipt var um gler og lista í öllum gluggum nema minna svefnherbergi sem ekki var þörf á.
2019 - svalirnar með hinum íbúðunum í stigaganginum flotaðar upp á nýtt og viðgerðar.
2013 - svalir þessarar íbúðar viðgerðar, flotaðar upp á nýtt og sett voru ný niðurföll.

Stigagangur: 
Árið 2015 var skipt um teppi í stigagangi og hann málaður.

Íbúð: 
2018 - parket  slípað og lakkað, borðplötur í eldhúsi slípaðar og lakkaðar, skipt var um flesta frafmagnstengla og dimmerar settir sem við á.
2013 - öll gólfefni endurnýjuð, eikarparkert og flísar á gólfu.
2013 - eldhúsinnrétting endurnýjuð, nýr háfur og helluborð.
2013 - baðherbergi allt endurnýjað. fataskápar endurnýjaðir og geymslu.
2013 - fataskápar endurnýjaðir.
2013 - settar lagnir fyrir þvottavél í geymslu og nýjar flísar. 

Hússjóður: 24.091 kr. á mánuði.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu snorribs@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/02/202036.250.000 kr.42.000.000 kr.89.3 m2470.324 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Snorri Björn Sturluson
Snorri Björn Sturluson
Hdl., Löggiltur fasteignasali. Eigandi.

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 7A íb 304
 05. júní kl 17:00-18:00
Jöfursbás 7A íb 304
112 Reykjavík
70.2 m2
Fjölbýlishús
312
882 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 7A íb 303
 05. júní kl 17:00-18:00
Jöfursbás 7A íb 303
112 Reykjavík
70 m2
Fjölbýlishús
312
884 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Fróðengi 16
Skoða eignina Fróðengi 16
Fróðengi 16
112 Reykjavík
106.1 m2
Fjölbýlishús
43
593 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturhús 9
Skoða eignina Vesturhús 9
Vesturhús 9
112 Reykjavík
87.4 m2
Fjölbýlishús
212
754 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache