Fasteignaleitin
Opið hús:19. okt. kl 13:00-14:00
Skráð 15. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hólavegur 31

EinbýlishúsNorðurland/Sauðárkrókur-550
142.5 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
65.800.000 kr.
Fermetraverð
461.754 kr./m2
Fasteignamat
49.300.000 kr.
Brunabótamat
57.650.000 kr.
Mynd af Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur
Byggt 1960
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2131806
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Nýir utan eins í bílskúr
Þak
Endurnýjað að hluta amk.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
2x timburverandir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Brotin rúða í bílskúrsglugga (eini glugginn sem er ekki endurnýjaður)
Plastparket er farið að eldast. 
Guðbjörg Helga og Gylfi Jens löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX  kynna mikið endurnýjað einbýli á einni hæð með bílskúr að Hólavegi 31, 550 Sauðárkróki. 
Bjart og vel skipulagt 142,5 fm einbýlishús með innangengum bílskúr og grónum garði umhverfis húsið auk bílastæða á lóðÍbúðarhluti eignarinnar er 108,8 fm og bílskúrinn 33,7 fm. Samþykkt teikning af breytingum á suðurhlið sem hefur verið framkvæmd og ósmíðaðri viðarverönd fylgir.  Húsið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum.  Malarinnkeyrsla er framan við bílskúr og auk þess eitt aukastæði við hlið innkeyrslu. Fasteignamat 2025 er áætlað kr. 54.350.000,-. Húsið er einstaklega vel staðsett í bænum, stutt í alla þjónustu. 

     **SÆKTU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**
           (TEIKNING AF SAMÞYKKTUM BREYTINGUM Á GLUGGUM OG NÝJU SVALAHURÐINNI Á SUÐURHLIÐ OG 99 FM VIÐARVERÖND FYLGIR       
           YFIRLITINU)


     Núverandi skipulag eignar:
Forstofa, hol/borðstofa, stofa, eldhús, gangur, herbergi, herbergi, herbergi með innangengu herbergi/fataherbergi, þvottahús, bílskúr.
     
       **HALTU ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS OG SÝNINGU MEÐ ÞVÍ AÐ GANGA UM EIGNINA Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**
                 (EKKI ÞARF SÉRSTAKAN HUGBÚNAÐ, BARA SMELLIR Á HVÍTU PUNKTANA TIL AÐ GANGA UM)
   
  Nánari lýsing;

Forstofa: Viðarútidyrahurð með glugga svo hún er björt. Fatahengi og hilla ofan á því. Forstofuhurð með gleri. Nýjar gráar flísar á gólfi.
Hol/borðstofa: Holið tengir saman flest rými eignarinnar. Rýmið er nýtt sem borðstofa í dag. Plastparket á gólfi. 
Gangur:Tengir saman hol, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Plastparket á gólfi.
Stofa: Björt með stórum suðurgluggum og hurð út í garð. Plastparket á gólfi. 
Eldhús: Uppgerð sprautulökkuð hvít innrétting og hvítar vegghillur, ljósgrá-yrjótt borðplata. Siemens bakaraofn í vinnuhæð, AEG keramikhelluborð, nýr hvítur veggháfur. Tengi fyrir þvottavél og ísskáp. Klæðning í eldhúsi og lofti er nýlega endurnýjað. 
Baðherbergi: Endurnýjað baðherbergi með gráum flísum á gólfi og voru 2 veggir klæddir með Duma plötum með flísaútliti frá Byko. Aðrir veggir hvítlakkaðir. Sturta er lokanleg og flísar á gólfi. Hvít innrétting með skúffum undir handlaug og vegghengdur hár skápur. Veggskápur með speglahurðum. Opnanlegur gluggi.
Herbergi I með fataherbergi / herbergi innaf:  Stærsta herbergið í húsinu og mjög rúmgott. Það er nýtt sem hjónaherbergi og innaf því er fataherbergi sem er í dag nýtt sem barnaherbergi með tveimur nettum barnarúmum. Rennihurð er á milli rýmanna. Plastparket á gólfi.
Herbergi II: Bjart og rúmgott herbergi með stórum hvítum pax skáp frá Ikea. Plastparket á gólfi.
Herbergi III: Herbergið í er ílangt og mjótt og er nýtt sem vinnuherbergi í dag. Plastparket á gólfi. 
Þvottahús: Er innangengt frá eldhúsi. Það er með máluðu gólfi. Veggskápar. Gengið er í bílskúr gegnum þvottahúsið.
Bílskúr: Innangengt er úr þvottahúsi. Viðarhillur meðfram veggjum, Innst er aflokuð geymsla og útgengt er í bakgarð sem er afgirtur en með hliði út í garð sunnanmegin. Girðingin er annars vegar vírnet og hinsvegar úr timbri með hliði á. Nett viðarverönd. 
Lóðin: Stór og rúmgóð 463 fm lóð með grónum sólríkum garði. Verönd er framan við hús með steinhellum, innst í garði sunnanmegin er eldri viðarverönd  (til uppfærð teikning) sem og aftan við er nett viðarverönd og gras. Þar er þvottasnúra. Teikning af nýrri stórri viðarverönd í suðurhluta garðs fylgir. (sjá í myndir). Gras, runnar og tré. Þvottasnúra. Afturhluti garðsins er lokaður með girðingum og gæti því hentað hundum vel. 

     Framkvæmdasaga síðustu ár:
2024: Húveggir að utan málaðir.
2024: Baðherbergi endurnýjað og neysluvatnslagnir innan rýmisins. 
2024: Gólfflísar á forstofu endurnýjaðar
2024: Eldhúsinnrétting filmuð hvít 2024 (innrétting er síðan 2008), klæðning á vegg og lofti ásamt loftlistum endurnýjuð. Nýr hvítur veggháfur
2024: Nýr fataskápur í herbergi II.
2024: Loftaklæðning (KOFRA) í herbergi III endurnýjað.
2019-2023: Hús múrviðgert að utan.2023: Bakhurð úr bílskúr út í garð endurnýjuð.
2023-2024: Jarðvegur grafinn frá húsi 3 hliðar (framan við- aftan við og sunnanmegin (garður). Sett tjara og takkadúkur á hús.
2023: Þakrennur endurnýjaðar.
2020-2022: Allir gluggar endurnýjaðir (ál að utan og viður að innan) utan bílskúrsglugga við bakgarð. Stofuglugga hefur verið breytt og hurð sett út. 
Skv. fyrri söluyfirlitum var seljendum tjáð að:
2017: Þakklæðning yfirfarin og endurnýjuð að hluta eða öllu leyti af fyrri eigendum sem skyldi lokið fyrir afhendingu skv. söluyfirliti.
2008: Eldhús endurnýjað af fyrri eigendum. (Ekki er vitað um hvort lagnir voru endurnýjaðar samhliða)

Þakpappi er á bílskúr og vita eigendur ekki aldur hans. 

Samandregið er hér um að ræða mikið endurnýjað einbýlishús með  3-4 svefnherbergjum og bílskúr sem er afar vel staðsett í miðjum bænum. Stutt er í alla þjónustu. Eignin getur verið laus fljótlega. 

     Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar:
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og netfang gudbjorg@remax.is
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður s. 8225124 og netfang gylfi@remax.is



Ef þú ert í söluhugleiðingum og vantar verðmat eða fasteignasala þá erum við til þjónustu reiðubúin í samstarf með þér.
Við erum bæði löggiltir fasteignasalar, lögmaður og viðskiptafræðingur með markaðsfræði og nýsköpun sem sérþekkingu. 
Við lofum miklum sýnileika sem þarf til að skara framúr öðrum eignum. Við lofum því að eignin þín kemst á topp 10 listann yfir mest skoðuðu eignirnar á fasteignir.is og síendurtekið ef þess þarf.  Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum. Linkur er á síðurnar okkar ef þú smellir á nöfnin  okkar hér fyrir ofan.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/06/201824.000.000 kr.26.000.000 kr.142.5 m2182.456 kr.
30/08/201621.250.000 kr.24.000.000 kr.142.5 m2168.421 kr.
04/08/201519.600.000 kr.20.000.000 kr.142.5 m2140.350 kr.
27/07/201015.200.000 kr.16.200.000 kr.142.5 m2113.684 kr.
10/06/200814.220.000 kr.13.500.000 kr.142.5 m294.736 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1979
33.7 m2
Fasteignanúmer
2131806
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Raftahlíð 15
Bílskúr
Skoða eignina Raftahlíð 15
Raftahlíð 15
550 Sauðárkrókur
137 m2
Raðhús
413
474 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Grundarstígur 9
Bílskúr
Skoða eignina Grundarstígur 9
Grundarstígur 9
550 Sauðárkrókur
137.5 m2
Einbýlishús
413
494 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin