Fasteignaleitin
Opið hús:10. des. kl 17:00-17:30
Skráð 3. des. 2025
Deila eign
Deila

Hörgshlíð 20

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
169.4 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
151.900.000 kr.
Fermetraverð
896.694 kr./m2
Fasteignamat
112.600.000 kr.
Brunabótamat
76.650.000 kr.
Mynd af Hafdís Rafnsdóttir
Hafdís Rafnsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1991
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2032100
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
síðan húsið var byggt
Raflagnir
síðan húsið var byggt
Frárennslislagnir
síðan húsið var byggt
Gluggar / Gler
síðan húsið var byggt
Þak
enurnýjað járn og pappi 2019
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
engir sem starfsmanni TORGS var bent á.
Fasteignasalan TORG kynnir: Björt, falleg og mikið endurnýjuð sérhæð ásamt bílskúr í fallegu þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Hlíðunum Reykjavík, Hörgshlíð 20. Um er að ræða eign sem er skráð skv fmr 159,4fm en að auki er 10fm óskráð rými sem er upphitað sólhús og tengist stofu og eignin því samtals 169,4fm að stærð. Mjög skjólsæll og stór garður sem snýr í suður er við húsið og umlykur eignina. Staðsetningin er vinsæl rétt við Hlíðarskóla og MH. Eignin var mjög mikið endurnýjuð 2017 m.a eldhús, baðherbergi og gólfhiti var settur í alla íbúðina með gólfhitastýringum í öllum rýmum og gólfin flotuð með Pandomo-sjónfloti. Árið 2019 var járn og pappi á þaki ásamt þakköntum endurnýjað, þá var húsið og allt tréverk málað að utanverðu 2019 og þá var einnig skipt um öll gler í opnanlegum fögum. Útitröppur voru svo múraðar 2025. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og þrjú svefnherbergi (möguleiki á að bæta við fjórða herberginu) Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn um sérinngang inn í forstofu með fataskápum sem ná uppí loft.
Stofa/borðstofa: Stofa eignarinnar er mjög rúmgóð björt og opin og er samliggjandi borðstofu. Innaf stofu er upphitað sólhús með fallegum bogadregnum glugga sem setur skemmtilegan svip á eignina og með útsýni yfir gróinn og fallegan garð. Möguleiki er að stúka af fjórða svefnherbergið af stofunni.
Eldhús: Eldhúsið er mjög vel útbúið með hvítri innréttingu frá HTH og heimilistæki frá AEG. Mjög gott skápapláss, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp, uppþvottavél er innbyggð og tveir ofnar eru í vinnuhæð. Stór vaskur og span helluborð er í eldhúsinu ásamt eyju sem hægt er að sitja við.
Baðherbergi:  Baðherbergið er glæsilegt með fallegri innréttingu og flísum á gólfi og veggjum að hluta frá Parka. Bæði baðkar og sturta  með glerskilrúmi er á baðherberginu ásamt upphengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottaherbergi: Í þvottaherberginu sem er staðsett innaf forstofu er hvít innrétting með vinnuborði, vaskur, og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: svefnherbergin eru þrjú (mögulegt að bæta við fjórða) herbergin eru öll rúmgóð og tvö þeirra með góðum fataskápum.
Bílskúr: Eigninni fylgir bílskúr sem er skráður skv fmr.19fm og er með heitu og köldu vatni og rafmagnshurðaopnara.
Endurbætur 2017
Eldhús endurnýjað. Innrétting frá HTH og tæki frá AEG. Tveir ofnar.
Baðherbergi endurnýjað. Innrétting frá HTH og hreinlætistæki frá Tengi. Flísar frá Parka.
Gólfhiti lagður í alla íbúðina – gólfhitastýringar eru í öllum rýmum.
Gólf flotuð með Pandomo-sjónfloti og er íbúðin öll þröskuldalaus.
Innréttingar og hillur settar í þvottahús frá IKEA.
Viðhald
Nýtt þak 2019 (nýtt aluzink járn, nýr pappi og þakkantar endurnýjaðir).
Húsið og allt tréverk málað að utanverðu 2019.
Skipt um opnanleg fög í gluggum og gler í þeim endurnýjuð 2022.
Útitröppur múraðar 2025.
Annað/eiginleikar eignar
Snjóbræðsla á bílaplani og í útitröppum
Rafhleðslustöð fyrir bíla
Sjálfvirkt sláttukerfi/róbot í garði
1113 fm lóð
Mjög auðvelt að bæta við fjórða svefnherberginu.
Niðurlag: Þetta er virkilega falleg og mikið endurnýjuð fjölskyldueign á eftirsóttum stað í Hlíðunum Reykjavík. Húsið er í nálægð við fjölda stofnana, s.s. Leiksskólana Stakkahlíð, Eskihlíð og Grænuhlíð einnig Hlíðaskóla, MH, Verslunarskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, o.fl.  Þá er miðbærinn aðeins í um 20-30 mín göngufjarlægð, t.d. yfir Klambratún.
Margar verslanir eru í stuttu göngufæri, Krambúðin í Lönguhlíð og í Suðurveri er bakarí, blómabúð, hásnyrtistofa, hreinsun, apótek og kjúklingastaður og þá er útivistarparadísin í Öskjuhlíð aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/02/201758.050.000 kr.61.600.000 kr.175.9 m2350.198 kr.
09/09/201340.550.000 kr.47.600.000 kr.175.9 m2270.608 kr.
18/02/201134.150.000 kr.36.500.000 kr.175.9 m2207.504 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignanúmer
2032100
Byggingarefni
Steypt

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Flókagata 8
Bílskúr
Skoða eignina Flókagata 8
Flókagata 8
105 Reykjavík
194.9 m2
Parhús
724
795 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
Skoða eignina Bolholt 7
Bílastæði
Skoða eignina Bolholt 7
Bolholt 7
105 Reykjavík
123.2 m2
Fjölbýlishús
312
1291 þ.kr./m2
159.000.000 kr.
Skoða eignina Bolholt 7
Bílastæði
Skoða eignina Bolholt 7
Bolholt 7
105 Reykjavík
131.8 m2
Fjölbýlishús
413
1244 þ.kr./m2
164.000.000 kr.
Skoða eignina Sigtún 43
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Sigtún 43
Sigtún 43
105 Reykjavík
184.5 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
624
802 þ.kr./m2
148.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin