Íbúðaeignir og Halldór Már löggiltur fasteignasali kynna til sölu glæsilega 66,3 m² 2 herbergja íbúð með sér merktu stæði í bílgeymslu. Íbúðin er skráð 66,3 fm skv. Þjóðskrá, þar af 7,0 fm geymsla í kjallara. Rúmgóðar svalir út frá stofu. Hiti í gólfi, gólfsíðir gluggar og svalir með glerhandriði sem bjóða upp á gott útsýni. Stæði í bílageymslu fylgir eigninni. Allir eigendur hússins hafa aðgang að stórum og veglegum þaksvölum á 7. og 8. hæð. Af svölunum er einstakt sjávarútsýni og útsýni yfir Reykjavík. Stór sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign og húsinu er húsvörður.
Eignin skiptist í: Forstofu, svefnherbergi, baðherbergi, samliggjandi eldhús og borðstofu/stofu með útgengi út á suður svalir.
Eigninni fylgir geymsla og stór sérnotaflötur fyrir framan íbúðina, auk bílastæðis í upphituðum bílakjallara, þar sem rafmagn er þegar til staðar fyrir uppsetningu hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Nánari lýsing:Gengið er inn í forstofu, á hægri hönd er rúmgott svefnherbergi með stórum fataskáp. Baðherbergi er nýuppgert með fallegum flísum á gólfi og veggjum, ljósri innréttingu og nýjum blöndunartækjum. Eldhús og stofa/borðstofa eru samliggjandi í björtu opnu rými með plankaparketi á gólfum. Eldhúsið er með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, auk fallegrar eyju með granítborðplötum, sem skapar opið og notalegt rými. Mjög gott skápa- og geymslupláss er í eldhúsi. Stórir gólfsíðir gluggar eru í stofu og stór rennihurð út á góðar svalir.
Miklar endurbætur voru gerðar á íbúðinni í byrjun árs 2024, m.a rafmagn, vatnslagnir, innréttingar, gólfefni og blöndunartæki.
Glæsileg eign í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslun, veitingastaði og mannlíf.
Allar nánari upplýsingar veitir á og utan opnunar tíma:
Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.sc í viðskiptafræði í síma 898-5599 eða halldor@ibudaeignir.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því skorar Íbúðaeignir fasteignasala á alla væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 50% eða hærri.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu samk. kauptilboði.
Lántökugjald vegna veðlána og eru gjöld þessi mismunandi eftir lánastofnunum, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.