Fasteignaleitin
Skráð 9. des. 2024
Deila eign
Deila

Sólvallagata 11

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
157.3 m2
5 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
119.900.000 kr.
Fermetraverð
762.238 kr./m2
Fasteignamat
100.000.000 kr.
Brunabótamat
73.550.000 kr.
Mynd af Ólafur H. Guðgeirsson
Ólafur H. Guðgeirsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1939
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2003914
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Að sögn seljanda hafa raflagnir í íbúðinni verið endurnýjaðar svo og tenglar.
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Tvöfalt, ástand ekki vitað
Þak
Ekki vitað.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Já.
Lóð
40,17
Upphitun
Sam. danfoss.
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Ytra birgði hússins er farið að láta á sjá og ljóst við sjónskoðun að það styttist í framkvæmdir utanhúss. Ekki er vitað um aldur þaks hússins. Bílskúr er í slæmu ástandi og er í óskiptri sameign íbúða 101 og 201. Opnanlegur gluggi í hjónaherbergi er í ólagi. Ekki er rekið húsfélag í húsinu.
Við skoðun fagmanns virðist vera sem sig sé í gólfi í setustofu framan við tvöfaldar glerdyr að svefnstofu. Tilboðsgjöfum er bent á að skoða þetta sérstaklega.
Kvöð / kvaðir

 
Mjög falleg 157,3 fm efri sérhæð með sér inngangi í þríbýlishúsi við Sólvallagötu í Vesturbænum. Samkvæmt fasteignamati er íbúðin 143,3 fermetrar, geymsla í kjallara 12,1 fermeter og helmings hlutdeild í bílskúr sem skráður er 21,1 fermeter. Húsið er staðsett á horni Sólvallagötu og Blómvallagötu og er inngangur í íbúðina frá Blómvallagötu. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur, borðstofu, eldhús, tvö herbergi, tvö baðherbergi, hol og stigagang. Íbúðin getur verið laus með stuttum fyrirvara.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA rekstrarhagfræðingur, lgfs.í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is
Smellið hér til að sækja söluyfirlit.


Gengið er inn um sér inngang í forstofu með terazzo-gólfi, þaðan sem er dúklagður stigi upp á efri hæðina. Stigarýmið er bjart með stórum glugga. Frá stigapalli er komið inn í rúmgott parketlagt hol sem nýtist vel fyrir borðaðstöðu. Eldhúsið er opið inní holið. Gólf er dúklagt. Sérsmíðuð innrétting úr hvíttaðri eik, mikið skápa- og vinnupláss. Eyja með góðum hirslum. Innbyggð uppþvottavél og örbylgjuofn. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Stofurnar eru tvær, samliggjandi og með stórum gluggum og svölum útaf. Gólf er parketlagt. Samliggjandi stofu er rúmgóð borðstofa, aðskilin með fallegri tvöfaldri hurð með gleri. Gólf er einnig parketlagt. Úr holi er gengið í baðherbergi með flísalögðu gólfi, vönduðum tækjum og nudd-hornbaðkari. Hiti er í gólfi. Í lofti eru innfelld ljós sem minna á stjörnuhiminn. Gluggi er á baðherbergi. Frá stigapalli er gengið inní aðra álmu í íbúðinni er þar eru tvö herbergi og baðherbergi. Herbergin eru samliggjandi. Bæði herbergin eru dúklögð. Innaf öðru herberginu er flísalagt baðherbergi með sturtu og glugga. Hjónaherbergið er mjög bjart og rúmgott og þar eru miklir skápar. 

Risloft er yfir íbúðinni. Rúmgóð sér geymsla fylgir í kjallara svo og sameiginlegt þvottahús. Bílskúr á lóðinni er í óskiptri sameign neðri og efri sérhæðar í húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrri eigendum voru bæði eldhús og stærra baðherbergið endurnýjuð árið 2004. Minna baðherbergið var endurnýjað í kringum árið 2011, einnig dúkur á stiga og svefnherbergjum. Parket á gólfum er gegnheil rauðeik. Gluggar og gler (sérsmíðaðir í samræmi við stíl hússins) voru endurnýjaðir á árunum 2001 - 2004. Raflagnir hafa að sögn verið endurnýjaðar svo og tenglar og rofar, en ekki liggur fyrir hvenær það var gert. Frárennslislagnir hafa að sögn verið endurnýjað, og má sjá nýjar lagnir við skoðun í kjallara hússins, en tilboðsgjafa er bent á að staðfesta það með myndun lagna.

Frábær staðsetning í Vesturbænum, á eftirsóttum stað skammt frá Landakotstúni. Örstutt í skóla, verslanir og alla helstu þjónustu. Göngurfæri í miðbæinn.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/06/201969.150.000 kr.78.500.000 kr.157.3 m2499.046 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
108.3 m2
Fjölbýlishús
312
1135 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
3D Sýn
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
108 m2
Fjölbýlishús
312
1138 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
111.1 m2
Fjölbýlishús
312
1106 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
108 m2
Fjölbýlishús
312
1138 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin